Ljósberinn - 01.05.1945, Síða 13
LJÓ SBERINN
inn þarna er fyrirrennari þinn hjá gamla
Iiúsbónda þínum. Hann var latur og
trassafenginn og svikull strákur, og auk
þess var hann farinn að verða vondur
við dýrin. Nú verður liann að gera sér
að góðu að vera grís nokkra hríð“.
„Þarna sérðu félaga þína“, bætti tröil-
karlinn við, og benti á tíu, tólf stráka,
sem góndu á Hjassa og göptu af forvitni.
-,Þeir eru allir ágætustu strákar. Láttu
nú sjá, að þú getir einnig spjarað þig“.
Innan skamms var Hjassi orðinn eins
og heima hjá sér hjá tröllkarlinmn og leið
þar ágætlega. Hann fékk reyndar nóg að
gera, en einnig gott og nægilegt fæði, og
húsbóndanum og félögum hans féll ágæt-
lega við hann.
Stundum safnaði tröllkarlinn strákun-
um umhverfis sig, sveiflaði töfrastafnum
og sýndi þeim dásamlegar sýnir.
Stundum sáu þeir líf villidýranna í
skógunum. Þeir sáu villidýrin læðast tii
rána, og líf smádýranna í holum þeirra
og leynum. Sáu umhyggju dýranná, ánna
fyrir lömbum sínum, og fuglanna fynr
ungum sínum, og lífsbaráttu fiðrildanna
og annara smádýra fyrir tilverunni.
Stundum sáu þeir liúðdökka menn með
fullklyfjaðar úlfaldalestir á leið um eyði-
mörkina með vörur til vesturlanda, frá
austurlöndum. Eða ráðvanda pílagríma
á leið til einhvers helgiseturs.
Og stundum hurfu piltarnir aftur í
gráa forneskju, langt aftur í aldir, áður
en manneskjur komu fram á jörðinni.
Þá sáu þeir ógurlegar risaeðlur berjast
við önnur tröllaukin dýr mn yfirráðin
á jörðinni.
Tröllkarlinn sýndi drengjuniun þetta
og ótal margt annað. Og allt virtist þetta
svo lifandi og raunverulegt að þeim rann
stundmn kalt vatn milli skinns og liör-
unds og fór hrollur mn þá.
Einn dag varð Hjassi litli bæði stein-
hissa og ofsaglaður. Það var daginn, sem
þeir Rappo og Rakka, lians góðu, gömlu
vinir hoppuðu upp í fangið á honum,
og réðu sér ekki fyrir gleði yfir sam-
fundunum.
„Hvernig komust þeir hingað?“ spurði
pilturinn tröllkarlinn.
„Sérðu stóra þjórhundinn þarna. Það
er fyrrverandi húsbóndi þinn. Eg hefi
lengi haft augastað á lionum, en þegar
hann tók að hagá sér æ hundslegar, brast
mig loks þolinmæðina. Ég lét hundana
þarna fylgjast með honum. Þeir eru víst
gamlir félagar þínir. Lofaðu þeim að
hlaupa og leika sér, en bind stóra hund-
inn traustlega við hundakofann þarna,
svo að hann losni ekki“.
Nú liefði Hjassi getað liefnt sín á þess-
um fyrra harðstjóra sínum. En hann gerði
það alls ekki. Þvert á móti reyndi hann
aoj ígera lionum lífið svo þolanlegt og
þægilegt, sem liann frekast gat, þrátt fyr-
ir það þótt hundurinn urraði grimmdar-
lega í hvert skifti, sem pilturinn kom
nærri lionum.
Þegar Hjassi var búinn að dvelja hjá
tröllkarlinum um þriggja ára tíma, lét
karlinn hann koma til sín og mælti:
„Líttu nú á, Hjassi, nú er svo komið
að ég er að hugsa um að fara að gifta mig
og hætta öllum göldrum og gerningum.
011 dýrin skulu nú fá aftur inannsmynd
sína', að nokkrum undanteknum, sem
liafa enn ekki vanið sig af brekiun sín-
73