Ljósberinn - 01.05.1945, Qupperneq 15

Ljósberinn - 01.05.1945, Qupperneq 15
LJÓSBERINN ig búinn, um leyfi til að mega ganga fram fyrir hennar hátign, prinsessuna. Þegar þangað var komið, tók trölIkarL inn hástöfum að hæla og lofsyngja hina dæmalausu hæfileika páfagauksins. Þegar samræðurnar stóðu sem hæsl, hneigði fuglinn sig hirðmannlega fyrir prinsessunni og mælti: „Ó, undurfagi’a, tigna prinsessa, Syk- urvör, má ég ekki fá að vera hjá yður alla daga?“ Þegar prinsessan heyrði þetta, mælti hún tilgerðarlega og teprulega: „Hvílík- ur draumur í dósarloki. Ó, hve þetta er undursamlega nýstárlegt. Ó, svo sætt og hrífandi“. „Ó, hvílíkur draumur í dósarloki*', slefuðu hirðmeyjarnar og voru smá- mæltar. Og prinsessan keypti fuglinn orðalaust og nefndi liann tafarlaust „Sykurnef“ vegna þess að hann var svo leikinn í að segja sæta fyndni. Þetta var sannarlega merkis-páfa- gaukur, allan liðlangan daginn gerði hann ekki annað en smjaðra fyrir prins- essunni með dísætum fagurgala. Og prins- essan þreyttist aldrei á að lilusta á hann. Næsta dag reiddist prinsessan einni hirðmeynni og varð svo öskuvond vfð hana, að hún bæði barði og beit vesal- ings stúlkuna, sem í raun og veru liafði þó ekkert gert á liluta kóngsdótturinnar. Seinna, þennan sama dag, ætlaði prins- essan að stæra sig af páfagauknum og grobba af honum við sendiboða erlendra Hkja, sem komnir voru til konungshirð- arinnar. En þá steinþagði Sykurnef. Það dróst ekki orð úr honum og hann var næsta vesaldarlegur á svipinn. Þá varð konungsdóttirin svo heiftar- lega reið, að hún lét loka fuglinn inni í koldimmri kompu það sem eftir var dagsins. En Sykurnef steinþagði einnig næsta dag. Þá hélt prinsessan að fuglinn væri fárveikur og sendi eftir líflækninum og öðrum afburða læknum. En enginn þeirra gat fundið hin minnstu missmíði á fuglinum. Og vegna þess að Sykurnef sat nú stöð- ugt steinþegjandi og daufur í dálkinn, varð prinsessan brátt leið á honum, og lét liann svo rorra einhvers staðar úti í skúmaskoti, á afviknum stað. Og vísasl hefði hann bæði soltið og orðið dauð- þyrstur, ef ein herbergisþernan liefði ekki sýslað um hann og hjúkrað honum. Sykurvör prinsessa var víst enginn engill. Það var víst eitthvað annað. Hún barði og beit hirðmeyjar og herbergis- þernur á. hverjum einasta degi, en svo var hún í þess stað ákaflega fleðuleg og sykursæt við alla ókunnuga. Einn dag kom ókunnugur maður til hirðarinnar. Hann liafði á boðstólum ákaflega fagurt hálsmen úr dýrustu gimsteinum, sem va\ bæði einstakt listaverk og afar einkenni- legt. Prinsessan var svo gagntekin og heill • uð af þessu djásni, að hún vildi óð og uppvæg eignast annað hálsmen í viðbót, sem væri öldungis eins. Gimsteinasalinn lofaði að reyna að útvega annað sams konar, en lét þó í Ijós að hann byggist trauðla við því, að hann myndi geta það. Loks kom hann aftur eftir langan 75

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.