Ljósberinn - 01.05.1945, Síða 24

Ljósberinn - 01.05.1945, Síða 24
LJÓSBERINN ig gat hún forðað honum frá því að fá ' ðér í staupinu, eins og hann annars hafði verið vanur á helgum. Annað dæmi er mér og minnisstætt, segir Moody. Þegar ég var í Lundúnum, þekkti ég bankastjórason, sem var stúdent við Cam bridgeliáskóla og átti milljónaarf í vænd- um. Hann treysti sér ekki til að tala á kristilegum samkomum, en hann lét sitt þó ekki eftir liggja. Þannig fór liann eitt kvöldið til leiguvagnstjóra á torginu og sagði við liann: „Ég skal borga yður taxtakaup, ef þér farið inn í salinn þarna og hlustið á Moody prédika. Og ég skal líka gæta vagnsins yðar á meðan“. Og þetta kalda og hráslagalega kvöld stóð þessi ríki ungi maður þarna úti á götunni og gætti vagnsins í tvær stund- ir á meðan á samkomunni stóð. Hér er svo þriðja dæmið. Einu sinni á samkomu sagði ég við Skota: „Viljið þér fara og tala við þennan unga mann, sem ég bendi yður á?“ Skotinn, sem var ríkur verksmiðju- eigandi, svaraði: „Herra Moody, ég er ákaflega hlédræg- ur, ég er hræddur um, að ég fái mig ekki til þess“. „En ef til vill gætuð þér orðið honum að liði, ég vildi að þér gerðuð þetta“, sagði ég. Hann settist hjá unga manninum og komst að því, að hann var verkamaður. Og ungi maðurinn játaði það fyrir hon- rnn, að þegar liann fengi launin sín á laugardagskvöldum, þá væri það sitl fyrsta verk að kaupa sér áfengi. Og á 84 Eitt ramgerðasta vígi í heimi er Gíbraltar á Spáni. Þar er kastali með 1500 fallbyssum, liöggvinn í ham- ar, sem er 440 metrar á hæð. Dómkirkjan í Milanó, sem byggð er úr hvitum marmara, hefur að geynia 7000 líkneski dýrlinga og hclgra manna. Á kirkjunni eru 98 turnspírur. Feneyjaborg stendur á 117 eyjum. Mesta kaffiland í heimi er Brasilía. Norsk míla er 10 kilómetrar. Kaffitréð fannst fyrst í fylkinu Kaffa, sem er sunn- an við Abessiníu. Þaðan er það útbreitt. Ole Bull, norski fiðluleikarinn, sem var frægasti fiðluleikari á Norðurlöndum á sinni tíð, byrjaði að leika, þegar hann var fjögurra ára. Þá var hann svo næmur, að hann vissi hvernig hljóðið í öllum strengj- unum átti að vera, enda þótt hann gæti ekki stillt þá sjálfur. Fyrsta sönnunin um hnattlögun jarðarinnar fékkst þegar Portúgalinn Magellan sigldi í kringum jörð- ina, og kom aftur á sama stað, sem liann lagði frá. Það er talið, að ef manni væri sökkt niður í 4000 metra sjávardýpi þá myndi þrýstingurinn þar niðri klemma líkamann eins flatan og þynnsta silkipappir. mánudagsmorgnana liefði hann drukkið upp allt kaupið sitt. Verksmiðjueigandinn spurði: „Hvenær er vinnan úti?“ Hinn svaraði því. Og næsta laugar- dagskvöld kom verksmiðjueigandinn til hans og var hjá lionum allt kvöldið. Og þessum hætti hélt hann þar til ungi mað- urinn liafði sigrazt á drykkjuskaparástríð unm.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.