Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 29

Ljósberinn - 01.05.1945, Blaðsíða 29
LJÓSBERINN aldrei nokkurt lífsmark frá honmn. Hann var ekki lángefinn, veslings Kurt. Þegar hinn mikli arfur tæmdist mér eftir ættingja mína — mörgum árum síð- ar en Kurt hvarf úr sögunni, þá fór ég til Kaliforníu að leita hans. Þá fann ég leiði hans; það var hrunið, og enginn hirti það. Þá grét ég beiskum tárum æsk- una okkar, og lífið okkar, sem hvort tveggja hafði farið í rústir. Hann dó þar einn síns liðs í örbirgð og eymd; sjálf lifði ég einstæð og beisk í lund, þangað til þú komst inn undir mitt þak. Mér til mikillar furðu, varð ég þess vör, að hið kalda og þornaða hjarta mitt, gat þó enn falið í sér lilýjar tilfinningar. — Þú skalt ekki verða ógæfusöm eins og ég, Hedvig. Húsið mitt skal vera heim- ili þitt og mannsins þíns. Æskuástir ykk- ar skulu nú fylla það sólskini og lífið mitt skal nú með Guðs hjálp fá dálitla birtu yfir sig af gleði minni yfir ham- ingju ykkar“. B. J. þýddi. 1 LANDFRÆÐITlMA. Kennarinn var að segja börnunum, hvað' áttirnar hétu og hvernig þau ætlu að þekkja þær. Hann sagði, að ef þau sneru andlitinu í norður, væri suður fyrir aftan þau, austur á hægri hönd og vestur á vinstri hönd. Þegar kcnnarinn sagði þetta, var Nonni að tala við sessunaut sinn og hlustaði ekki á það, sem kenn- arinn sagði. Kennarinn kallaði þess vegna í Nonna og sagði: „Nonni, stattu upp og segðu mér og hinum börn- unum, hvað er ])ér á liægri hönd“. Nonni stóð upp, lyfti hægrj hendinni og sagði: „Fyrirgefið, kennari, það er tjara, og ég næ henni ekki af“. Hin börniit hlógu, en kcnnarinn sagði Nonna að tuka betur eftir nœst. F orsæti sráðherra Einu sinni ætlaði dauðinn að fá sér forsætisráðherra. Hann hóaði því sam- an öllum sjúkdómum og löstum, því að hann var yfirboðari þeirra. Til þess að finna þann, sem hæfur væri í ráðlierra- stöðuna, þá lét hann alla viðstadda skýra frá því tjóni, sem þeir höfðu gert mönn- unum. Sá, sem beztum árangri hafði náð, átti að hljóta stöðuna. Þeir stóðu nú upp, hver á eftir öðrum, og það var hræðilegt að hlusta á það, sem þeir skýrðu frá. Þegar dauðinn var búinn að heyra frá- sögn sjúkdómanna og lastanna, rétti hann fram hinn hræðilega sprota sinn, tákn- ið um forsætisráðherravaldið, og sagði við drykkjuskapinn: „Þú hefur unnið til stöðunnar! Því að mennirnir þekkja oft bræður þína og ættmenn og verjast þeim á allan hátt, en þú ert þeim oft sem vin- ur í nauðum. Mennina hryllir ekki við að láta þig sitja til borðs með sér og finnst þú jafnvel vera skemmtilegur ná- ungi og eru ekki sjaldan lireyknir af því að liafa þig sem gest. Þú veizt, hvern- ig þú getur náð þeim á þitt vald og drottn- að yfir þeim, og þú skalt sannarlega fá tækifæri til þess að ganga milli bols og höfuðs á þeim og fylla mína köldu klefa. Þú skalt verða fyrsti ráðgjafi minn. Sveiflaðu hinum svarta sprota þínum!“ Bið þií Guð um að hjálpa þér til þess að brag'Sa aldrei áfengi. Það er örugg- asta ráðið til þess, að \£rða því ekki að bráð. „Pétur Bingó“ þýddi. 89

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.