Ljósberinn - 01.04.1948, Síða 4
36
„Glejðist yfir þvi að nöfn ykkar eru inn-
rituð í himnunum“.
Já, nú skal ég segja ykkur það, mínir litlu
vinir, að ekkert er það til í heiminum, sem
gleður mig eins og þetta, að vita, að nafnið
mitt er innritað í himnunum, og það gleður
mig sérstaklega núna á elliárunum. Ég veit
líka, hver hefur innritað nafnið mitt þarna.
Það er Jesús.
Bókina, sem hann innritar nöfnin í, köllum
við „Lífsins bók“.
Hann hefur ekki ritað nöfnin þar með
bleki, heldur sínu eigin blóði, því það er
það eina, sem til þess gildir í himnunum.
Ég veit líka, livaða dag það var, sem hann
innritaði nafnið mitt. Það var 1. júní 1867,
daginn þann, sem foreldrar mínir báru mig
til kirkjunnar og presturinn skírði mig í Jesú
nafni. Ég ætla aldrei að gleyma þeim degi.
Nafnið þitt stendur líka skrifað í þeirri
bók, og þú átt að fagna því af öllu hjarta.
Sannarlega ættir þú að komast að því, á
hvaða degi Jesús skrifaði nafnið þitt, því það
er þinn gleðidagur. Síðan ert þú erfingi Guðs
ríkis og Jesús ástvinur þinn, sem liefur heit-
ið því, að vera með þér alla daga, unz hann
getur opnað þér himinn sinn. Þá gleði get-
ur enginn né ekkert tekið frá þér.
Þegar ég var prestur í Stafangri fékk ég
einu sinni hréf frá prófastinum mínurn, sem
bjó í Haugasundi. Hann spurði, hvort ég
vildi ekki fara út í Utsire, sem er smáeyja
kippkorn út í Atlantshafi. Ég átti að ferma
börnin þar, vegna þess að presturinn þeirra
var veikur og gat ekki gert það. Þar sem ég
hafði sjálfur áður verið prestur eyjarskeggja,
sagði ég, að mér væri þetta til mikillar
ánægju.
Ég fór þess vegna til Haugasunds til þess
að lialda þaðan til eyjarinnar. Ég átti að
fara með litlum gufubát, sem hét Karmsund.
En þegar ég fór um kvöldið niður á bryggj-
una var svo mikið rok, að ég var næstum
fokinn í sjóinn.
Ég leit á Karmsund og velti því fyrir mér,
hvernig ég ætti að komast með þessari skel
út á æðisgengið Atlantshafið og út til Utsire.
juJÓStíERINN
Þið megið reiða ykkur á, að mig langaði ekk-
ert til að leggja upp í slíka ferð og ég von-
aði með sjálfum mér, að skipstjórinn hætti
við að fara í þessu veðri. En hann sagði með
stakri ró: „Það er dálítið vont í sjóinn í
kvöld, en við verðum að reyna að komast
út eftir, og takist það ekki verðum við samt
að freista þess að bjargast af“.
Ég get sagt ykkur, að ég var ekkert sér-
staklega hugaður, þegar ég fór um borð. En
ég var búinn að lieita prófastinum því að
fara, og við það varð ég að standa.
Okkur gekk þolanlega á meðan við vor-
um í skerjagarðinum, en brátt komum við
út á opið hafið. Þá ætlaði allt um koll að
keyra og það ískraði og marraði í rá og reiða
og brast í liverju borði, en hylgjumar brotn-
uðu liver af annari á þilfarinu. Skipið valt
svo voðalega, að mér var að minnsta kosti
óinögulegt að fóta mig. Ég skreið niður í
hásetaklefann og lagðist þar á bekk og átti
þó fullt í fangi ineð að halda mér föstum.
Og þegar ég fann að skipið risti sundur öldu-
fald og gnötraði og brast eða stakk stefninu
niður í djúpa öldudali, þá liugsaði ég með
sjálfum mér: „Þú kemst aldrei lifandi úr
þessari ferð“. Þið megið reiða ykkur á, að
ég var lafhræddur. Jafnvel ungur og liug-
rakkur prestur getur orðið hræddur, þegar
hafið ætlar að gleypa hann.
En takið þið nú eftir. Þó ég lægi þama
og væri hræddur um að ég mundi dmkkna,
þá var samt nokkuð, sem gerði mig svo glað-
an, að ég varð að lofa Guð. Hvað haldið
þið að það hafi verið?
Ég vissi, að nafnið mitt var innritað í himn-
unurn.
Og þá verður að fara sem fara vill, hugs-
aði ég.
Hvernig haldið þið svo að mér hafi reitt
af á þessari siglingu?
Nú, ég þarf ekki að segja ykkur það, því
liefði ég drukknað, þá stæði ég ekki liérna
núna.
Börnin mín, livílík gleði er það ekki að
eiga nafnið sitt innritað í himnunum.
Og nú ætla ég að segja ykkur frá bróður