Ljósberinn - 01.04.1948, Qupperneq 24
56
LJÓSBERINN
liún lieimsótti mig öSru hvoru, þá harðbann-
aði hann lienni að hafa nokkur kynni af mér
eða bréfaskipti við mig. Þann flag, sem hún
bryti þetta bann, yrði hún að fara af heim-
ilinu, og hann mundi ekki telja liana dóttur
sína framar.
Það fór því svo, að á meðan ég var í Skóg-
um frétti ég ekki hið minnsta frá heimili
foreldra minna. Ég hefði getað unað mér og
veriö glöð með börnunum, ef ég hefði ekki
kvalizt stöðugt af þeirri ömurlegu hugsun,
að ég liefði gert líf föður míns vansælt með
óhlýðni minni og ósannsögli. Hvað gat ég
gert til að bæta fyrir misgerð mína við for-
eldrana ?
Umliugsunin um þetta kvaldi mig tímum
saman, þegar ég var á valdi hugsana minna
í hvílu minni, inni hjá börnunum, og þá
bað ég til hans, sem leiðir hjörtu mannanna
eins og vatnslæki, að mýkja lijarta föður míns,
svo að hann fyrirgæfi barni sínu.
Þetta var æðsta ósk mín um þessar mundir,
að tækifæri gæfist, er ég gæti sýnt veslings
föður mínum hve mér þætti vænt um liann
og hve ég óskaði þess heitt að öðlast kærleika
Jians á ný.
Haustið gekk að með stormum og rign-
ingu og varð þá ófýsiJegt fyrir börnin að
dvelja lengur í Skógum. Þá varð ég að fara
til borgarinnar aflur og gerði ég það í þung-
um liuga. Hvað yrði þá um mig? Þeirrar
spurningar spurði ég sjáJfa mig kvíðafull livaö
eftir annað, er ég síðustu vikurnar veitti eft-
irtekt augnagotum meðstarfenda minna. Það
var auðsætt, að þeir liöfðu komizt að því,
að ég Jiefði verið í fangelsi, og þó að ég hefði
verið sýknuð, liaföi ég samt verið merkt fang-
elsinu.
En á meðan ég gaf mig þessuin áliyggjum
á vald, að því er framtíðina snerti, liafði liin
móðurlega vinkona mín þegar útvegað mér
nýtt verksvið og þar yrði mér ekki stjakað
út af illviljuðu slúðri.
Ungfrúin hafði stofnsetl einkasjúkralms,
sem aðallega var ætlað sjúklingum úr mið-
stétt, er voru þungt lialdnir eða álitnir ólækn-
andi, og ekki voru færir um að greiða hinn
mikla kostnað við sjiikdómsleguna að öllu
leyti sjálfir, en veigruðu sér liins vegar við
að leita á náðir sveitarsjóðsins. Þessi sjúkra-
stofnun átti að flytjast næsta vor, en til þess
tíma átti ég og nokkrar aðrar ungar stúJkur
að sækja námskeið í sjúkrahjúkrun.
Ég tók þessari köllun tveim liöndum, og
þar sem ég ekki gerði liærri kröfur, en að fá
starf, sem veitti mér lífsviðurværi með Iieið-
arlegu móti og gæti verið meðbræðrum mín-
um að liði, þá varð ég einkar ánægð yfir
þessu tilboði.
Undirbúningsstarf mitt fór fram í einu
sjúkrahúsi bæjarins, og af því að ég var vön
að vinna og Iilífði mér ekki við næturvök-
um og erfiðum störfum, ávann ég mér skil-
yrðislaust traust yfirlæknisins. Samt var reynt
að spilla fyrir mér við prófessorinn með illu
umtali og honum sagt frá því, að ég liefði
verið í hegningarhúsinu. Hann vísaði því frá
eins og hverju öðru þvaðri.
„En það er nú samt satt! Hún hefir verið
í fangelsi!“ svaraði dóttir auðugs kaupmanns,
er lét mikið yfir sér og leit á hjúkrunarnám
sitt eins og hvert annað sport, en var annars
lítið gefið um að vinna neitt að gagni.
„Nú, jæja, látum svo vera, að það sé satt!“
svaraði prófessorinn. „En þá vildi ég aðeins
óska, að þér liefðuð einhverntíma orðið að
auðmýkjast. Þér hefðuð þá sennilega orðið
vinnufúsari og yfirlælisminni, og þá hefði
orðiö meira lið að yður, bæði fyrir mig og
sjúklingana“.
Einn fagran, heiðskýran haustmorgun, árið
eftir, var ég á gangi í skemmtigarði skammt
frá sjúkrahúsinu okkar. Nóttina áður hafði
ég vakað yfir verkamanni, sem hafði orðið
fyrir miklu slysi og andaðist um morguninn.
Þó að }>að væri átakanlegt að liorfa á þján-
ingar hins deyjandi manns, var ég þó ánægð
með sjálfri mér yfir því, að liafa mátt vera
við sjúkrabeð hans. En hve hann var þakk-
látur fyrir hvert liandarvik, sem ég gerði
fyrir hann. Og þegar ég sá dauðann nálg-
ast, fór ég með 23. sálm Davíðs, „Drottimi
er minn liirðir“, fyrir hann — en hve hann
leit þá til mín þakklátum augum. Ó, hve