Ljósberinn - 01.04.1948, Qupperneq 22

Ljósberinn - 01.04.1948, Qupperneq 22
54 LJÓSBERINN Þessi orð skildust mér ekki til fullnustu ennþá og þegar ungfrúin var farin yfirbug- aði örvæntingin mig á ný. En hin trygglynda systir mín liafði sent mér eitt vopn, sem gat orðið mér til hjálpar í vörninni gegn liinum gamla óvini, og það var Biblían. Guðleysis- hók hafði skilið mig frá Guði og afvegaleitt mig inn á hreiða braut syndarinnar, en við lestur heilagrar ritningar brá birtu inn í myrkrið í hjarta mínu smám saman. Ég hafði enga hugmynd um það, hve dýr- mæt huggun felst í Biblíunni, fyrir veslings fanga, sem framtíðin virðist glötuð með öllu, þegar ungfrúin rétti mér Biblíu systur niinnar að skilnaði. En þegar ég nú sat þarna í klefa mínum og vissi ekkert, livað ég skyldi liaf- ast að, fór ég að lesa í Biblíunni að staðaldri. Ég liafði haldið, að ég kannaðist vel við allt, sem í lienni er ritað, fyrir löngu, en við lest- urinn opnaðist lijarta mitt smám saman fyrir Guði. Ég fann, að ég líktist mest glataða syn- inum og að ég yrði að snúa aftur heim til föðurhúsaima. Ungfrúin heimsótti mig dag- lega og hún leiðbeindi inér á leiðinni til míns himneska föðurs. Því meira sem ég las í Biblíunni og því oftar sem ég kraup á kné í klefa mínum, hvarf ótti minn fyrir fram- tíðinni, dómi mínum og fangelsisvist. Ég sann- færðist um að mér hæri að þakka Guði fyrir þessa auðmýkingu. Mér var kippt burtu af hinni vissu leið til eilífrar glötunar. Ef ég aðeins gæti eignast fullvissuna um eilíft frelsi sálar minnar, hvað gæti þá smánin og hegn- ingin skaðað mig? Það var liðinn hálfur mánuður, er ég var leidd fyrir rannsóknardómarann á ný. Það, sem mér kom á óvart og mig furðaði á nú, var, að yfirheyrslan var ekki eins ströng og fyrr og ég var ekki pínd með hinuni ótelj- andi spurningum eins og áður. Hann bauð mér aðeins að segja nákvæmlega frá öllu, sem gerzt hafði daginn, sein þjófnaðurinn var framinn, og ég yrði að gæta þess að segja frá öllu, sem ég hafði hugsað, sagt og gert, og ég varð við fyrirmælum lians. Þegar ég hafði lokið máli mínu reis hann úr sæti sínu og sagði rólega: „Það gleður mig, Soffía, að geta sagt yð- ur að ég er orðinn sannfærður um, að J)ér séuð ekki meðsek í þjófnaðinum. Hin ákærða, Einma Beer, er búin að flækja sjálfa sig í alhnörgum mótsögnum varðandi meðsekt yðar, og af því sést, að þér eruð saklaus. Umsögn fyrrverandi húshænda yðar, um liegð- un yðar undanfarið, staðfestir líka að þér eruð sýkn saka. Ég verð að segja, að mér þykir mjög fyrir að yður skuli liafa verið lialdið svona lengi í fangelsi“. Ég grét af geðsliræringu og mátti ekki mæla, þegar fangavörðurinn leiddi mig inn í herbergi og afhenti mér klæðnað minn. Hálfri stundu síðar liafði ég fangelsið að baki mér og stóð alein á götunni. Ég var gagntek- in bæði af ótta og von. Hvað átti ég að gera af mér? Ég þorði ekki að fara heim tit* for- eldra minna og hitt var mér jafn ljóst, að ekki gat ég snúið aftur til fyrri liúsbænda minna. Eina leiðin, sem ég gat liugsað mér að fara, Jiar sem ég gat vænzt hjálpar, var til liinnar góðviljuðu ungfrú Kronoff. Hana leitaði ég uppi og von mín varð sér lieldur ekki til skammar. Hún tók innilega á móti mér. Ég fór Jiess á leit við liana, að liún hjálp- aði mér til að fá vist, en liún áleit, að bezt væri fyrir mig að ég dveldi lijá henni þar til málið væri útkljáð og farið að fyrnast yfir það í bænum, en ég átti að mæta við réttar- liöldin sem vitni. Hún kvaðst skyldi sjá um, að ég gæti haft eitthvað fyrir stafni. Ég fagn- aði þessari uppástungu hennar að vísu mjög, en þó varð mér það ekki Ijóst fyrr en síðar, hvílíkt góðverk ungfrúin hafði gert á mér með tilboði sínu. Ég liafði ekki liinn minnsta grun um það, hve erfitt var að fá starf, Jiegar maður einu sinni hafði komizt í tæri við lögregluna. Og hvernig liefði farið fyrir mér, eftir allt Jiað sálaruppnám, sem ég komst í við réttarhöldin, ef ég liefði ekki átt kærleiksríka manneskju að, sem gat stutt mig og liughreyst. Hin sam- vizkulausa vinstúlka mín fyrrverandi lét aldr- ei af því að ljúga á mig lýtum og skömmum til þess að gera mig meðseka sér. Kom þá enn til greina hin auvirðilega bók, sem hún

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.