Ljósberinn - 01.04.1948, Síða 14
46
LJÓS13ERINN
Hún móður þín
Móður þinni máttu aldrei gleyma,
minnstu hennar æ vi<$ hvert þitt spor;
mun þá hönd, sem hreyfði vöggu þína,
lilýjum róm, sem las þér FaSir vor.
Minnstu þess, hve milt þú ungur vermdist
móSurhjartans sívakandi yl;
er þinn faSir kjark og dáS þér kenndi,
kenndi’ hún þér aS elska og finna til.
ÞaS var hún, sem stóS þér næst í slriSi,
studdi þig, er grýtt varS leiSin þín;
eins og voriS óútsprungnu blómi
ungum veitti hún þér gœSin sin.
Gleymdu eigi — finn hjá henni heima
helgan staS, sem veitir sálarfriS;
hver veit, nema morgunbœnir móSur
margan daginn hafi veitt þér liS.
Gleymdu aldrei, aldrei móSur þinni —
ef þú fyrri burt af heimi fer
ein hún man þig — yfirsjómim gleymir,
allt er geymt, sem lofsvert er hjá þér.
Mundn liana, mædda, beygSa af elli,
mundu andlit fölt og þreytta brá;
mundtt bros og ástúS œvilanga —
ekkert nema þig hún löngum sá.
Nálgist freisting, fjölgi me.in og hættur,
fállist hngur réttu marki aS ná —
lát þig hvetja minning möSur þinnar —
meiri þrautum vann hún sigur á.
B. J..
MYNDIN
Ég var á fimmta eða sjötta árinu, man ekki
hvort helclur var. Þá var það einn fagran
morgun að áliðnum vetri, að ég stóð upp
í rúininu okkar mömmu í nærklæðunum.
Mamma ætlaði að fara að klæða mig og
var að hneppa að mér skyrtunni. Ég rak þá
augun í smárit á borðinu, með mynclum
efst á fremstu síðu. Ég seihlist eftir ritinu,
því mig langaði til að skoða myndimar;
það var æfinlega gaman, að sjá myndir.
Það hafði einliver farand-bóksali komið með
þetta rit daginn áður.
„Mamma! Hvað er þetta?“ spurði ég.
„Þetta er blessaður Frelsarinn á krossin-
um“, sagði hún. „Gyðingarnir krossfestu hann
og þarna liangir hann, Guðssonurinn, heilag-
ur og saklaus, milli tveggja ræningja“.
Og liún litskýrði svo vel fyrir mér, að eng-
inn liefur gert það betur síðan, hvers vegna
hann hefði orðið að deyja. En ég hallaði
mér upp að brjósti mömmu og grét lengi
— lengi, svo að ég gat ekki lesið morgun-
versin mín eins og ég var vanur, þegar hún