Ljósberinn - 01.04.1948, Side 12

Ljósberinn - 01.04.1948, Side 12
44 LJÓSBERINN ugu og hjálpaði Táraperlu til þess að fara í þau. Og nú var kóngsdóttir orðin alveg eins og fiskimannsdóttir. Henni féll líka mjög vel máltíðin hjá iienni Ursúlu, sem var hafra- grautur og geitamjólk, því að liún var glor- hungruð. Þegar hún hafði satt hungur sitt, fylgdi Úr- súla henni til sængur, sem var látlaus og þokkaleg með hreinum, hvítum rekkjuvoðum, hauð henni góða nótt og lét hana síðan eina. Kóngsdóttir lagðist til hvíldar, þakkaði Guði frelsi sitt og sofnaði vært. Hana dreymdi, að hún væri að sigla á gyllt- um bát úti á sjó, sem tvær voðalega stórar geitur stýrðu, en urðu á svipstundu að mjalla- livítum 8vönum. Svanirnir breiddu svo út vængina, og liún settist á bak þeim og þeir báru liana upp á loftsvalirnar á höll föður hennar. Og þegar foreldrar hennar komu, þá grét hún af gleði og vaknaði við það. Sólin skein skært inn urn gluggann og gainla kon- an stóð brosandi við rúmið hennar. Frá þessum degi var hún í kofanum og lijálpaði fósturforeldrum sínum til þess að ríða net og veiða silung, eins og dóttir þeirra hafði áður gert. Líka hjálpaði hún Úrsúlu við innistörf og ávann sér þannig innilega ást þeirra engu síður en dóttir þeirra hafði náð. En hugur hennar bjó samt í fjarlægð lijá unnustanum og foreldrum hennar, sem hlutu að fella margt tárið hennar vegna. Það kvaldi hana sárt að sjá þau ef til vill aldrei framar og geta enga vísbendingu gefið um það, hvar hún væri niðurkomin. Einu sinni sat hún niður við ána, djúpt sokkin í þungar hugsanir og var að horfa á litlu silungana, sem við og við komu upp á yfirborðið og ljómi lék um í sólskininu. Þá kvað allt í einu við lúðrahljómur og bumbusláttur. Hún leit við og sá riddara- sveit mikla, sem reið þjóðveginn hinum meg- in fljótsins. Ungur maður og tígulegur, herklæddur frá hvirfli til ilja, reið á undan. Um hjálm hans var bundið lárviðarsveig. Þegar riddararnir komu nær, trúði hún tæplega sínum eigin augum, því að foring- inn var enginn annar en unnusti hennar. Hún hoppaði upp af gleði og blíðubros lék um varir hennar, og nú spruttu rauðar rósir í fyrsta sinn um langan tíma fyrir fót- um hennar. Hún reif af sér hálsklútinn og veifaði og veifaði. En riddararnir gáfu henni engan gaum. Hún vissi nú, að unnusti hennar var ekki fallinn, en kominn heim með sigri og sæmd. „Skyldi liann vita nokkuð um hvarf mitt og harma mig?“ hugsaði hún. „Hvernig sem það nú er, skal hann þó komast að raun um, að ég er lifandi og er honum trú og trygg“. Hún batt svo fagran og stóran blómvönd úr rósunum, sem gréru við fætur bennar, liljóp með hann í fanginu heim til bæjar fiski- mannsins og mælti: „Líttu á, góði fóstri! Sko! Eru þessi blóm ekki falleg? — Lof mér að fara með þér til borgarinnar á morgun, þegar þú ferð að selja fisk. Ég ætla að selja blómin, ég er viss um að þau ganga út!“ „Þú ert fundvís kalla ég!“ sagði fiskiinað- urinn glaður og forviða. „Ég hef nú verið hérna æðilengi, en þessi blóm hef ég aldrei séð í eynni fyrri. Þú færð þau áreiðanlega vel borguð á sölutorginu á morgun“. Daginn eftir sigldu þau tvö niður eftir ánni til borgarinnar. Þau fóru fyrst inn í greiðasölustað og þar ætlaði karlinn að bíða þangað til hún hefði selt blómin sín. Svo átti hún að hjálpa hon- um að bera fiskinn til viðskiptavina hans. Áður en kóngsdóttir fór, bað bún um mat og flösku af góðu víni handa gamla fiski- manninum og sagði við hann: „Verði þér nú að góðu! Ég borga allt þeg- ar ég kem aftur og ef til vill fæ ég svo mikið fyrir blómin mín, að ég geti keypt nýjan kjól handa blessaðri kerlingunni henni Ursúlu“. Svo kvaddi hún og fór út á torgið. Blómin voru í sefkörfu og nokkrum perl- um stráð ofan á þau. En skyndilega nam hún staðar óttaslegin og gat hvergi hrært sig.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.