Ljósberinn - 01.04.1948, Síða 20
52
LJÓSBERINN
ég fór og baróii8frúin kvaddi mig líka. Augu
hinnar góðu konu stóðu full af tárum og ég
heyrði liana hvísla að manni sínum: „Hún
er saklaus, gætir þú ekki komið í veg fyrir
að hún verði látin í fangelsi?“
„Nei, það dugar ekki“, svaraði liann ákveð-
ið. ,,ég mundi hafa beitt öllum áhrifum
mínum fyrir hana ef hún hefði ekki logið
að mér!“ Komu svo tveir lögregluþjónar
og ’eiddu mig niður tröppurnar.
Vagn húsbændanna, með tveim hestum
fyrir, beið mín úti fyrir. Baróninn ætlaði
þó að koma í veg fyrir að ég yrði til almenns
spotts og smánar á götunni. Svo ók ég þá
með tveim sakamála-lögregluþjónum til fang-
elsisins og þar var ég látin í eins manns klefa
samkvæmt venju.
Mér kom ekki dúr á auga í fangelsinu fyrstu
nóttina eins og geta má nærri. Nú liafði ég
nægan tíma til að liugsa um líferni mitt og
beina þeirri alvarlegu spurningu til mín sjálfr-
ar, livernig ég var komin inn á veg syndar-
innar, sæhi óhjákvæmilega leiddi þessa smán
yfir mig. Lygi og óhlýðni voru orsakimar
til þess.
Mér var í fersku minni sá dagur, er móðir
mín refsaði mér harðlega fyrir það, að ég
hafði virt að vettugi bann hennar við því að
vera með hinni klækjóttu stelpu, sem ég ómót-
stæðilega hændist að, og mér varð hugsað
til þeirrar stundar, er hún léði mér þessa
ólánsbók, er hafði gerspillt hugarheimi mín-
um og efni hennar leitt mig undir bölvun
syndarinnar og slitið mig lír samfélagi mínu
við Guð. Þess vegna hafði mér heldur ekki
auðnast að forðast öll frekari kynni af þess-
ari stúlku, þegar ég hitti hana aftur á veit-
ingaliúsinu. Og ég hafði fest triinað á gort
hennar, þó að mér væri kunnugt um að bæði
hún og móðir hennar höfðu verið í fangelsi.
Ég liafði búizt við einliverju sérstöku af
Emmu, vænt einhvers, sem ól á hugarflugi
mínu og hégómagimi. Ég var svo hugfangin
af þessu öllu saman, að ég gaf eiginlegum
tilgangi liennar engan gaum, þegar hún bað
mig að sýna sér dýrgripi húsbændanna. Ég
hafði, meira að segja, verið svo heimsk að
Ijá heíuii skinntöskuna mína, sem hún svo
notaði til að varðveita þýfið í, og það varð svo
til þess að ég var talin meðsek henni í þjófn-
aðinum. Hún var, meira að segja, svo djörf
að fullyrða að ég liefði tælt hana til þjófn-
aðarins. Þetta allt kvaldi mig ákaflega, ekki
sízt vegna þess, að allar líkurnar virtust vera
á móti mér. Dómarinn trúði ekki fullyrð-
ingum mínum um sakleysi mitt og ég mundi
vevða dæmd til margra ára hegningarhúss-
v'star. Smán og fyrirlitning livíldi yfir fram-
t'ð minni. Nei, ég átti engar framtíðarvonir
í þessu lífi, og ekki heldur í öðru lífi.
„Skynsaml fólk, sem hefur helgað ástinni
og liamingjunni líf sitt, hefur aldrei trúað
á líf eftir dauðann, það gera aðeins vesælir
vinnuþrælar, sem verða að neita sér um alla
gleði, og sem prestarnir hugga með sælunni,
sem bíði Jieirra eftir þetta líf!“ Þetta liafði
ég lesið í bókinni fyrrnefndu, og ég hafði lært
það utanbókar eins og ritningargrein. Nú
hélt ég dauðahaldi í þessa ósvífnu lygi í sál-
arangist minni. Já, ég trúði henni beinlínis!
fig taldist nú einu sinni ekki til hinna ham-
ingjusömu. Mér var útskúfað og engin leið
var mér opin, önnur en dauðinn, er gæti
forðað mér frá smáninni. — Syndin liafði
komið mér inn í þá örvæntingu, sem ekki
gat endað með öðru en glötun.
En Guð miskunnaði sig yfir mig og þreif
mig upp úr allri þessari neyð.
Á meðan þessar syndsamlegu hugsanir voru
að kvelja mig og myrkrið umlukti sál mína,
var verið að leitast við að bjarga mér, og
var það hin trygglynda systir mín, liún Matt-
hildur, er vann að því.
Fregninni um, að búið væri að setja mig
í fangelsi, hafði slegið niður eins og eldingu
lieuna. Foreldrar mínir höfðu lesið bréf frá
mér daginn áður, glöð og fagnandi, þar sem
ég sagði þeini frá því að ég ætti að fara með
harónsfrúnni til haðstaðarins sem lierbergis-
þerna liennar. Föður mínum hafði þó ekki
getist að stærilæti mínu, yfir þessari hækkun
í tigninni. ,-Húsbændur hennar vilja henni
vafalaust vel, og hún leggur sig sennilega
fram líka“, hafði honum orðið að orði, er