Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 6
ZAKARIAS TDPELIUS: Gestur barnanna Saya Saga þessi gerðist á bóndabæ í Finnlandi. Pabbi og mamma höfðu farið til bæjarins með kú, sem þau ætluðu að selja, en börnin þeirra, Ólafur og Britta, áttu að vera ein heima á meðan. Ólafur var 10 ára, en Britta 8 ára. — Þegar dimmt er orðið, skuluð þið loka að ykkur dyrunum, og Guð mun gæta ykkar, sagði pabbi og mamma, er þau fóru. Pabbi og mamma höfðu oft talað við börn- in sín um Jesúm. Það var enginn, sem þau treystu eins vel og hann. Er líða tók að kvöldi, fór Britta að undirbúa matinn og leggja á borðið eins og hún hafði séð mömmu sína gera. — Ef Jesús kæmi nú og mundi borða kvöld- mat með okkur, sagði Ólafur. — Já, ef við biðjum hann um það, kemur hann áreiðanlega, sagði Britta. Ég ætla að leggja á borðið fyrir þrjá. Þau settust við borðið og báðu: — Kæri Jesús, þú veizt, að mamma og pabbi er farin til bæjarins, og við erum al- ein heima. Komdu nú til okkar, og borðaðu með okkur í kvöld. Svo biðu þau. — Var hann að koma núna? — Nei, það var bara hundurinn á næsta bæ, sem var að gelta. En núna? — Nei, það var bara þyturinn í veðrinu. Mamma brosti, klappaði henni á kollinn og sagði: — Já, Sólveig mín. Jesús heyrir alltaf, þeg- ar við biðjum hann. En gleymdu heldur aldrei að þakka honum fyrir hjálpina. Og nú langar mig að segja það sama við ykkur, sem lesið Ljósberann. Jesús heyrir alltaf, þegar við biðjum í hans nafni. En gleymið svo heldur aldrei að þakka honum veitta hjálp. L. K. — Það getur verið, að Jesús komi ekki, af því að það er svo kalt, sagði Ólafur. — Jú, hann kemur víst, af því að við höfum beðið hann um það, sagði Britta. Þau voru búin að bíða lengi og mjólkin var farin að kólna. Þá var drepið laust á dyr. — Far þú fram, Ólafur, ég þori ekki, sagði Britta. Ólafur fór fram. — Skyldi þetta vera Jesús? En það var þá bara fátæklega klæddur lítill drengur, sem stóð úti. Ólafur var á báðum áttum. — Ég veit ekki, hvort ég á að þora að hleypa þér inn, sagði hann. Pabbi og mamma fóru til bæjarins, og við erum ein heima. — Ó, lofaðu mér að koma aðeins inn og hita mér svolítið, sagði drengurinn. Hann skalf af kulda. — Lofaðu honum bara að koma inn, Ólaf- ur, kallaði Britta fram. Það getur verið, að Jesús hafi ekki tíma til að koma í kvöld. Hann hefur svo marga um að hugsa. Nú fékk ókunni drengurinn að koma inn og hlýja sér við arininn. Börnin virtu hann fyrir sér. Hver skyldi þetta vera? En ef það væri nú-------. Nei, hann var eins og hver annar fétæklingur, og fátæklingarnir voru svo margir. Samt sagði Ólafur við hann: — Nú getur þú fengið að borða með okkur í kvöld. Við báðum Jesúm um að koma, en hann kemur víst ekki í kvöld. Drengurinn settist á auða stólinn við borð- ið og borðaði með góðri lyst. En hann sagði ekki orð á meðan hann borðaði. Hann var svo raunamæddur á svipinn. Britta var hálf smeyk. Hún gaut öðru hvoru hornauga til hans á meðan hann var að borða. Hver skyldi þetta vera? Mamma hafði oft sagt henni, að lærisveinarnir hafi þekkt Jes- úm, er hann braut brauðið. Framh. á bls. 76. L J ÖBBERINN 70

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.