Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 16
urinn var nokkuS sterkur. Það hafði hann fundið, þegar hann reri á móti honum. Hann var reiður sjálfum sér fyrir að hafa farið svo óvarlega að. — Nú hafði bát Lárusar fiski- manns rekið af stað og lemdist ef til vill ein- hvers staðar og mundi skemmast. Já, takk, það var laglegt að trúa honum fyrir bátnum! Og þarna stóð hann sjálfur og komst ekki burt frá eynni. Hvernig átti hann að geta það? Hefði þetta verið um sumar, hefði hann ef til vill getað synt í land, þó að það væri langt, en nú í október gat hann það ekki. Hann yrði að fara úr fötunum og þykku skónum sínum og vera aðeins í nærfötunum, en vatnið var allt of kalt. Hann mundi fljótt stirðna upp. Nei, þess var ekki annars kostur en að vera á varðbergi og vona, að bátur mundi fara fram hjá svo nærri, að hann gæti kallað til hans. Hann skyggndist um og gekk síðan um- hverfis eyna, þangað til hann var kominn hinum megin á hana, og þannig hélt hann á- fram, þangað til nærri var komið sólsetur, og hann tók að svengja að nýju. Nú, það var að minnsta kosti hægt að bæta úr því. Hann hafði nógan fisk. Hann gekk að skálanum, þar sem hann hafði mikið af þurrum grein- um í hrúgu. Síðan kveikti hann bál og lét tvær stórar steinhellur inn í það. Og meðan þær voru að verða glóandi, útbjó hann fisk- ana. Hann steikti þá með mikilli vandvirkni, og þeir brögðuðust vel. Honum leið prýði- lega á meðan hann var að matast, og bálið hlýjaði honum. En svo dofnaði yfir honum aftur. Nú var að verða dimmt, og það var ekki mikil von um, að nokkur bátur mundi fara fram hjá eftir þetta. Það yrði ekki gott að hafast þarna við um nóttina, sérstaklega ef rigndi, og það virtust vera miklar horfur á því. Og það var nær því verst, að pabbi og mamma mundu verða ákaflega hrædd, þegar þau kæmu heim og sæju, að hann væri þar ekki. Þau mundu sjálfsagt spyrja um hann hjá föðursystur hans og móður Óla, og þar sem enginn hefði orðið hans var, mundi eflaust verða lýst eftir hon- um í útvarpinu. Það yrði laglegt uppþot! Gunnar lagði svolítið meiri eldivið á bálið og settist síðan niður ráðþrota og starði út yfir sjávarflötinn. Allt var autt og kyrrt. — Nei, það var áreiðanlega ekki gott að vera svona aleinn á eyðiey! Hann var ekki hrædd- ur, því að hvað þurfti eiginlega að hræðast? En það var hræðilega leiðinlegt að vera hér og geta ekkert gert til þess að reyna að kom- ast burt. Hann starði löngunaraugum inn til bæjar- ins. Ljósin höfðu verið kveikt, og honum fannst þau vera svo óendanlega langt í burtu. Og ekkert hljóð heyrðist nema öldugjalfrið og þyturinn í trjánum! Jú, nú heyrði hann samt annað hljóð, — og hvað var það? Honum fannst hann áreið- anlega sjá dökkan depil hreyfast og nálgast og stækka. Og nú sá hann það í raun og veru, og áraglamrið varð greinilegra. Það var bát- ur, sem róið var, og stefndi hann beint til eyjarinnar. Hann nálgaðist mjög hægt, því að það var aðeins einn maður í honum, og straumurinn á móti var stríður. Gunnar kallaði og æpti og sveiflaði hand- leggjunum. Nú var orðið nær því aldimmt, og hann sá ekki fyrr en báturinn var kominn mjög nærri, að það var bátur Lárusar og að sá, sem reri var Óli! — Hæ, Óli, kallaði hann. — Halló, Gunnar, svaraði Óli glaður. Mér datt í hug, að þú mundir vera hérna. Gunnar tók veiðarfærin sín saman í flýti og það, sem eftir var af fiskinum, — hann átti ekki að fara í súginn, — og stökk síðan niður í bátinn. — Hvernig fannstu bátinn? spurði hann, og tók árarnar. — Jú, ég var að labba í leiðindum mínum niður við fjörðinn, sagði Óli, og þá sá ég hann. Hann hafði rekið inn í sefið. Ég náði 1 langt prik og dró hann að landi. Mér datt þá í hug, að þú hefðir róið út í eyna, og að bát- urinn hefði slitnað frá. — Það er alveg rétt, sagði Gunnar og kinkaði kolli þungur á brún. — Mér kom í hug að reyna að fá einhvern með mér til þess að hjálpa mér að róa, því að það er erfitt að róa beint á móti straum- inum. En Lárus vildi ekki, að nokkur vissi, að þú hefðir fengið bátinn hans lánaðan, og þá mundir þú bara lenda í vandræðum. Og svo tókst mér það sjálfum. — Það var vel af sér vikið, sagði Gunnar. — O, jæja, ég hefi róið fyrr, eins og þú veizt. 80 LJDBBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.