Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 8
IMiels Larsen: Mömmudrengurinn Leifur var sjö ára og nýbyrjaður að ganga í skóla. Til allrar óhamingju voru börnin í fyrsta bekk barnaskólans í Kastrup dálítið stríðin, og ekki er alveg loku fyrir það skotið heldur, að Leifur, hafi verið hálfgerður mömmudrengur. Hann langaði heim til mömmu, tárin komu oft fram í augun á hon- um, og mjög lítið þurfti til, svo að hann móðg- aðist. Þess vegna fannst félögunum auðvitað mjög gaman að erta hann og gera gys að hon- um. í frímínútunum var hann aldrei kallað- ur annað en mömmudrengur, raggeit eða pelabarn, og það þótti honum að sjálfsögðu mjög leitt. En einn dag hætti þetta algerlega. Það kom í Ijós, að Leifur var alls engin rag- geit. Þegar á reyndi, var hann hugrakkur drengur, og félagarnir gátu ekki annað en bor- ið virðingu fyrir honum. Það, sem olli þess- um stakkaskiptum, gerðist á eftirfarandi hátt: Á fögrum haustdegi voru Leifur og nokkr- ir félagar hans að prófa nýjan flugdreka skammt frá heimili Leifs. Að þessu loknu fóru þeir að æfa knattspyrnu. Ekki leið samt á löngu, unz þeir urðu þreyttir á henni, en þá fundu þeir upp á því að kasta steinum í pytt nokkurn, sem var hálffullur af vatni. Þetta var nú skemmtilegur leikur! Það var svo gaman að heyra skellina í steinunum, þeg- ar þeir snertu yfirborð vatnsins. Þeir voru heldur ekkert fáir steinarnir, sem höfnuðu á botni pyttsins þennan dag. Á meðal drengjanna þennan dag var lítill snáði, fjögurra ára gamall. Hann hét Óli og var ákafastur allra til að finna steina og kasta út í vatnið. Þegar gusurnar voru nógu stórar, þá réði hann sér ekki fyrir gleði. Hann hljóp langar leiðir til að finna hæfilega steina og þaut svo til baka á fleygiferð. Fyrst framan af gekk þetta ágætlega, en skyndilega varð hraðinn of mikill, og Óli litli steyptist á höf- uðið í pyttinn. Drengirnir, sem sáu Óla detta í vatnið, æptu upp yfir sig af hræðslu: — (Óli drukknar, Óli drukknar! Leifur hafði verið spölkorn í burtu til að ná sér í stein, en nú kom hann hlaupandi, þegar hann heyrði köllin. — Hvað segið þið? Er Óli að drukkna? — Já, Óli hefur dottið út í. Allir voru skelfingu lostnir og ráðalausir, nema Leifur. — Flýttu þér, Maríus, hrópaði hann, og hlauptu heim til mömmu, en mundu að flýta þér. Leifur lét nú hendur standa fram úr erm- um. Hann mjakaði sér varlega fram af brún- inni og hélt sér í nokkra fölnaða grastoppa. í sömu svipan sá hann höfuðið á Óla litla koma upp. Án þess að hugsa um hættuna, beygði hann sig niður og náði taki á jakka- kraga Óla. Þó gat hann ekki náð honum upp, þar sem hann hafði ekkert til að halda sér í, nema ónýtt grasið. Samt gat hann haldið höfðinu á Óla upp úr vatninu með því að beita lagni. Nokkrar mínútur liðu. Kraftar Leifs fóru að þverra. Hann átti fullt í fangi með að halda Óla uppi, en hann beit saman tönnunum og hugsaði: — Ó, að mamma fari nú að koma. Það verður hræðilegt, ef ég get ekki haldið Óla uppi þangað til. — Slepptu ekki takinu, Leifur, nú er mamma þín og smiðurinn að koma, hrópuðu félagarnir. Smiðurinn klifraði varlega niður til Leifs, en móðir hans lagðist flöt á jörðina og hélt í aðra hendina á smiðnum. Með hinni hendinni tókst smiðnum að ná taki á Óla litla einmitt um leið og Leifur var að missa takið. Nú leið ekki heldur á löngu, þangað til bæði Leif og Óla var bjargað. — Það var gott, að þið komuð, ég hefði ekki getað haldið honum uppi margar sekúndur í viðbót, sagði Leifur. — Já, vissulega var það gott, að við komum, LJ ÖSBERINN 72

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.