Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 20
Vindáshlíð kallar! Stúlkurnar kjósa Vindáshlíð til sumardval- ar í sumar, eins og svo margar hafa gert undanfarin ár. Sumarbúðir K.F.U.K þar njóta stöðugt vaxandi vinsælda. Stúlkum er heimil þátttaka hvaðan sem er af landinu og hvort sem þær eru meðlimir í K.F.U.K eða ekki. Flokkar hafa verið ákveðnir sem hér segir: 1. fl. 6. júní — 13. júní (9—12 ára.) 2. fl. 13 júní — 20. júní (9—12 ára.) 3. fl. 20. júní — 27. júní (9—12 ára.) 4. fl. 4. júlí — 18. júlí (9—12 ára.) 5. fl. 18. júlí — 25. júlí (13 og eldri.) 6. fl. 25. júlí — 8. ágúst (9—12 ára.) 7. fl. 8. ágúst — 15. ágúst (9—12 ára.) 8. fl. 15. ágúst — 22. ágúst (17 og eldri.) 9. fl. 22. ágúst — 29. ágúst (17 og eldri.) Sumir flokkanna eru þegar fullskipaðir, þegar þetta er ritað. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í K.F.U.K.-stofunni í húsi félags- ins Amtmannsstíg 2 B, Reykjavík, alla virka daga nema laugardaga kl. 4—6 e. h. Sími 3437. (Nýtt númer verður 23310.) kom upp um þá, hvar þeir földu sig. Dökk- grár fugl með ákaflega stóran boginn gogg, flögraði skammt frá þeim. Marglitir fuglar, ekki ósvipaðir páfagauk, flugu syngjandi milli trjákrónanna. — Heldur þú, að hér séu Ijón? spurði Steinn. — Já, hér eru ljón. En þau fara ekki á kreik fyrr en farið er að dimma. Þá verðum við að hreiðra um okkur í bílnum. — Heldur þú, að við verðum hér í nótt? Pabbi og mamma búast við okkur í kvöld. — Það er undir því komið, að einhver fari hér um og vilji hjálpa okkur, svaraði Abebe. Það getur líka skeð, að áin minnki. Okkur liggur svo sem ekkert á. Steini fannst nú annað. Hann var farinn að verða kvíðinn og áhyggjufullur. Hann hafði þó hlakkað ákaflega mikið til þessa ferðalags. Bíllinn bilar og Belatjo bregzt. Þegar leið á daginn varð Abebe einhvers var. Hann stökk á fætur og hlustaði. — Þarna eru menn, sagði hann og benti í átt til vegarins. Við skulum reyna að ná sam- bandi við þá. Steinn hlustaði, en heyrði ekkert nema ár- niðinn og fuglakvakið. — Fyrst verðum við að vekja Belatjo. Hann verður að gæta bílsins. Steini gekk illa að vekja hann. — Hvað gengur nú á? spurði Belatjo úr- illur. — Þú verður að vakna. Abebe segir, að hann hafi heyrt til mannaferða. Við ætlum að fara og athuga það. Belatjo skimaði í allar áttir, en sá ekkert óvenjulegt. Drengirnir gengu um stund í hálf- rökkri undir þéttum trjákrónum. Trén lækk- uðu brátt og var bjart á milli þeirra. Hér og þar gnæfðu yfir skógarkjarrið risahá Akkasíu- tré, sem mest líktust útþandri regnhlíf. Þeir komu brátt auga á mennina, sem Abebe hafði heyrt til. Hópur ákaflega dökkra manna sátu á flöt við veginn. Þeir voru nán- ast alveg berir. Sumir voru með mittisskýlu eina klæða, aðrir í stuttum buxum eða með shamma á herðunum. Það var fljótséð, að þeir voru hirðingjar. Löngu stafirnir þeirra sögðu til um það og spor eftir búfénaðinn. Mennirnir horfðu forviða á drengina, þegar þeir sáu þá koma. Steinn ávarpaði þá á amharísku, en þeir hristu höfuðið og svöruðu á máli, sem hann skildi ekkert í. En Abebe gat talað við þá, en átti þó erfitt með að skilja, hvað þeir sögðu. Steinn skildi aðeins eitt orð, makina, en það merkir bíll. Mennirnir virt- ust fúsir til að gera það, sem Abebe bað þá um, risu á fætur og gengu niður að ánni. Belatjo skipaði fyrir verkum með mikilli háreysti, og óðu hirðingjarnir þegar út í ána, en Belatjo settist inn í stýrishúsið og gaf fyr- irskipanir sínar þaðan. Mennirnir reyndust vel, og var bíllinn kominn upp á bakkann LJÓSBERINN 84

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.