Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.06.1957, Blaðsíða 21
eftir stutta stund. Gleði Steins og Abebe var mikil yfir að geta nú haldið áfram ferðalaginu. Steinn tók upp peninga og borgaði hjarð- mönnunum fyrir hjálpina. Síðan kvöddu þeir og héldu leiðar sinnar. Dagur var að kvöldi kominn. Þeir vissu, að eftir eina klukkustund mundi almyrkt orðið. — Við verðum að hraða okkur, sagði Steinn. Hvað er langt til Valdo? — Við erum tæplega hálfnaðir þangað og þess vegna alveg vonlaust, að við komumst þangað í dag, svaraði Belatjo. Við verðum að gista í bæ, sem er ekki langt héðan. Steinn skildi, að þeir urðu að sætta sig við það. Belatjo hafði ekki enn komið bílnum í gang. Það hlaut að vera eitthvað að vélinni. Hann losaði og festi aftur ýmsa hluti í henni, en það gagnaði ekkert. — Vélin vill ekki í gang, sagði hann. Nú var farið að dimma. Myrkrið var að skella á, eins og venjulegt er í hitabeltislandi. Þeir bjuggu sig undir að halda kyrru fyrir þarna um nóttina. Abebe gerði upp eld á miðjum vegi. Þeir settust kringum bálið og tóku upp nestið. Eftir að dimmt var orðið fylltist loftið alls konar annarlegum hljóðum. Villidýrin fara flest á kreik með myrkrinu. Þeir heyrðu þrusk í runnum og sáu öðru hvoru glóandi glirnur. Stein syfjaði brátt. Hann var þreyttur og ekki í skapi til að tala mikið við félaga sína eða gera að gamni sínu. Hann horfði á Belatjo og þótti leiðinlegt, að honum hafði aldrei geðj- azt að honum. Hvers vegna vissi hann ekki. Líklega var hann bezti náungi. Steinn fór inn í bílinn, bjó um sig í bak- sætinu og ætlaði að fara að sofa. Það hélt fyrir honum vöku, að hann hafði séð í skini frá bálinu, og Belatjo var glottandi. Og glott- ið var ógeðslegt fannst Steini. Um hvað var hann að hugsa? Þeir heyrðu allt í einu, að einhver stór skepna brauzt út úr runna skammt frá bíln- um. — Pardusdýr! hvæsti Belatjo skjálfandi af ótta. Þeir voru í engri hættu inni í bílnum, en voru þó hræddir. Steinn minntist þess, að hann hafði gleymt að biðja kvöldbænina sína. Hann spennti greipar. Góði Guð, bað IBölií Vatnaskógur kallar! Drengjum gefst kostur á að dvelja í hin- um vinsælu sumarbúðum K.F.U.M. í Vatna- skógi eins og undanfarin sumur. Öllum er heimil þátttaka hvaðan sem er af landinu og hvort sem þeir eru meðlimir í K.F.U.M. eða ekki. Flokkar hafa verið ákveðnir í sumar sem her segir: 1. fl. 14. júní — 21. júní (9—11 ára.) 2. fl. 21. júní — 28. júní (9—11 ára.) 3. fl. 5. júlí — 12. júlí (12 og eldri.) 4. fl. 12. júlí — 19. júlí (12 og eldri.) 5. fl. 19. júlí — 26. júlí (12 og eldri.) 6. fl. 26. júlí — 2. ágúst (9 og eldri.) 7. fl. 2. ágúst — 9. ágúst (9 og eldri.) 8. fl. 9. ágúst — 16. ágúst (9 og eldri.) 9. fl. 16. ágúst — 23. ágúst (9 og eldri.) 10. fl. 23. ágúst — 30. ágúst (fullorðnir.) Aðsókn hefur verið mjög mikil undanfarin ár svo að gera má ráð fyrir að færri komizt að en vilja. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu K.F.U.M., Amtmannsstíg 2 B, Reykjavík, kl. 5.15—7 e. h. alla virka daga nema laugardaga. Sími 3437. hann í hljóði, varðveittu okkur frá pardus- dýrum og öllu illu. Óskemmtilegt ævintýri. Það var orðið albjart, þegar Steinn vaknaði. Belatjo og Abebe sváfu og hrutu hver í kapp við annan. Steinn vissi ekkert hvað tímanum leið. Hann hafði gleymt að vinda upp úrið sitt. Hann sá, að kominn var hábjartur dagur. Hann vakti því félaga sína, skreið síðan út úr bílnum og teygði úr sér. Framhald. 85 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.