Ljósberinn - 01.11.1957, Síða 16

Ljósberinn - 01.11.1957, Síða 16
37. áry., 9. tbl. Nóvember 1957 FÖRUNAIJTURINN ♦ Eftir H. C. Andersen ♦ 2 Kirk.iuklukkunum var hringt, j>ví að það var sunnudagur. I kirkjugarðinum voru margar grafir og á mörgum þeirra óx hátt gras. Þá kom Jóhannesi til hugar leiði föður síns. Hann settist þá niður og reitti grasið af leiðunum og þá krossa, sem fallið höfðu reisti hann við. „Ef til vill gerir einhver þetta sama við leiði föður míns, þar eð ég get ekki gert það.“ Fyrir utan sáluhliðið stóð gamali beiningamaður og studdist við hækjur. — Jóhann- es gaf honum báða silfurskild- ingana, sem hann hafði með- ferðis, og svo hélt hann glaður og ánægður lengra út í heim- inn. Þegar leið að kvöldi, gerði af- skaplega vont veður. Að lok- um komst Jóhannes að lítilli kirkju. Dymar stóðu í hálfa gátt, og hann smeygði sér inn. „Hér ætla ég að hvíla mig um stund,“ sagði Jóhannes og sett- ist út í horn í kirkjunni. Og áður en hann vissi var hann steinsofnaður. Þegar hann vaknaði, var talsvert áliðið næt- ur og veðrið skollið á. Á miðju gólfi kirkjunnar stóð opin lík- kista, og i henni lá lík af manni. Jóhannes var alls ekki hrædd- ur, því að hann vissi, að hinir dauðu gera engum mein. Það eru bara lifandi menn, sem geta verið vondir og gert illt af sér. Og tveir svona slæmir lifandi menn stóðu rétt við kistu hins látna. Þeir vildu gera hinum látna illt og henda honum út úr 136 kirkjunni. „Hvers vegna viljið þið henda aumingja manninum, sem er dáinn, út úr kirkjunni?'1 spurði Jóhannes. „Hann skuld- ar okkur peninga, og nú þegar hann er dáinn, fáum við ekki grænan eyri. Viðætiumaðhefna okkur á honum. Hann skai fá að liggja eins og hundur fyrir utan kirkjudyrnar." — „Ég á ekki meira en 50 ríkisdali," sagði Jóhannes, „en þá skulið þið fá, ef þið viljið lofa mér því, að hinn framliðni fái að liggja í friði." „Já,“ sögðu vondu menn- irnir, „fyrst þú ætlar að borga fyrir hann skuldina, skulum við ekki gera honum neitt." Svo tóku þeir peningana og fóru burt. LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.