Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 5
Lilja Kristjánsdóttir: BRANDA LITLA ~~~ J^Óll veLau f \w ^:['w\\\w:['-\: Híiiiiiiiiiiilliilil Sólveig var alltaf mikill dýravinur. Allar skepnur voru henni kærar, nema sízt kýrnar, einkum þegar hún þurfti að eltast við þær haust og vor. Hún talaði mikið við húsdýrin. Þau þekktu hana öll og virtust skilja hana ótrúlega vel. Kettirnir voru í miklu dálæti hjá henni. Hún stalst stundum til að láta kisu sína sofa hjá sér og kenndi henni að leika ýmsar listir. Það var siður á heimilinu, þegar kettir og hundar eignuðust afkvæmi, að lofa þeim að hafa eitt þeirra hjá sér, er hin voru tekin. Þess vegna voru oft hálfvaxnir kettlingar og hvolpar í kringum Sólveigu. Eitt vorið fæddist mjög fallegur grábrönd- óttur kettlingur, sem látinn var lifa. Hann varð bráðlega góður vinur hennar. Hún kenndi honum að svara, þegar hún talaði við hann. Og ef hún kallaði, kom hann hlaupandi langar leiðir til að vita, hvað hún vildi. Um sumarið voru þrjú lítil börn á heimil- inu. Þau höfðu gaman að skepnunum. En vegna fávizku sinnar handléku þau dýrin oft ómjúklega. Sólveigu sveið þetta. Varnar- lausum skepnunum mátti ekki misþyrma. Hún reyndi því að gæta þeirra eins vel og hægt var. Kvöld eitt, þegar kettirnir fengu kvöld- matinn sinn, fannst Branda litla hvergi. — Mamma hennar leitaði mjálmandi um allt, og Sólveig aðstoðaði hana dyggilega við leit- ina. Þær fóru um allt húsið, upp á loft, niður í kjallara, út í fjós og hlöðu. En hvergi fannst Branda. — Góði Guð, hjálpaðu mér að finna hana Bröndu litlu, bað Sólveig með grátstafinn í kverkunum. Allt í einu kom henni í hug, að um daginn hafði hún séð börnin að leik við gamalt fjár- hús, sem stóð eitt sér uppi á túni. Hún hljóp þangað. Inni í fjárhúsinu var skuggsýnt, svo að hún sá lítið, en kallaði því hærra. Hún vissi, að ef Branda heyrði mundi hún svara, ef hún gæti. En ekkert hljóð heyrðist. Síðan gekk hún kringum fjárhúsið og kall- aði hástöfum: — Branda mín, Branda mín. Sólveig staðnæmdist skyndilega. Hvaða hljóð var þetta, sem hún heyrði? Hún kall- aði aftur: — Ertu hérna, Branda mín? Svo stóð hún og hlustaði. Jú, svo sannarlega barst henni að eyrum ofurveikt mja-á. En hvaðan hljóðið kom, gat hún ekki greint. Hún kallaði enn hærra og reyndi að kom- ast að raun um, hvaðan svarið barst. Bak við fjárhúsið stóð ofurlítil upphlaðin grjóthrúga. Steinar þessir voru notaðir á haustin til að halda niðri striganum, sem breiddur var yfir heyin hjá fjárhúsinu. Ef til vill gat verið, að kettlingurinn hefði leitað skjóls hjá grjóthrúgunni. Sólveig gekk því þangað og sagði um leið: — Branda mín, ertu hér? Svarið kom samstundis með veikri rödd: —¦ Mja-á, mja-á. Sólveig stirðnaði af skelfingu. Henni heyrð- ist hljóðið koma innan úr hrúgunni. Til örygg- is kallaði hún þó aftur og fékk grun sinn stað- festan. Hún lét hendur standa fram úr erm- um og losaði varlega efstu steinana. Hún ótt- aðist mest, að þegar hún færi að hreyfa við þeim, mundi losna um aðra steina, svo að þeir kremdu kettlinginn til bana. Bráðlega kom hún auga á tvö lítil eyru. Síðan kom allt höf- Framh. á bls. 46. L J D S B E R I N N 37

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.