Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.04.1960, Blaðsíða 13
£ £ acm oHur nei: DPIUMÞRÆLSINS lega í næturkyrrðinni. Hljómur hennar náði inn í húsin og inn í eyru allra þeirra, sem sváfu í rúmum sínum eða annars staðar. Það var sama, hve menn voru syfjaðir og þreytt- ir. Þessi hljómur reif alla á fætur. Menn stukku fram úr skelfingu lostnir. Hvað var þetta? Stóra málmbumban? Nú er eldsvoði á ferðum, og hann ekki lítill. Nú var næturvörðurinn kominn að húsi út- lendinganna. Þar var hár kirkjuturn. Uppi í honum var hermaður á verði allan daginn til að gefa hættumerki, ef loftárás var yfirvof- andi. Nú hafði hann lagt sig fyrir á teppi á gólfinu og sofnað. Skerandi hljómur bumb- unnar náði einnig upp til hans. Hann staul- aðist á fætur og opnaði einn af stóru glugg- unum í turninum til að gægjast út. Hann æpti upp yfir sig, þegar hann sá logabáhð á himn- inum í suðaustri og fór að hringja stóru klukkunni af öllu afli. Þessi stóra klukka fór að sveiflast fram og aftur, og djúpir tónar hennar bárust út um borgina, svo að turninn nötraði. Ungir og gamlir, skelfingu lostnir, þustu út úr hreysum og húsum. Nágrannar útlendinganna flýttu sér að húsi þeirra. Undir húsi þeirra höfðu útlendingarnir búið.til stórt loftvarnarskýli. Enn fremur höfðu þeir búið til byrgi í fjallinu á bak við húsið. Venjulega var mikil samkeppni um skjól í þessum byrgjum, þegar kirkjuklukkan boðaði, að hætta væri á ferðum. En nú voru menn al- veg ruglaðir. Kirkjuklukkan boðaði loftárás, en stóra málmbumban boðaði stórbruna. Hverju áttu merin að trúa? Brátt fengu menn fréttir hjá þeim, sem höfðu farið upp á must- erishæðina. Höfuðborgin er að brenna. Óvin- irnir hafa tekið Changsa og kveikt í borginni. Þeir verða brátt komnir hingað líka. Við skul- FRAMHALDSSAGA 11 um flýja, meðan tími er til. Miklar annir voru nú á heimilum manna. Menn söfnuðu mikil- vægustu munum sínum saman og stungu þeim í poka og körfur, sem hægt var að bera á bakinu. Svínum og hænsnum var slátrað í flýti og stungið niður í körfurnar. Litli grís- inn Li-fjölskyldunnar missti líka líftóruna. Þau gátu ekki hugsað sér að reka hann lif- andi með sér, því að hér þurfti að fara hrað- ara yfir en svínið gat komizt, ef þau ættu að komast nógu fljótt á brott. Um dagmál voru bæjarbúar í Ningsiang á flótta vestur á bóg- inn eftir dalnum. Smám saman tæmdist bær- inn, og um kvöldið voru fáir eftir. Verzlanir stóðu eftir tómar. Hrísgrjónabingirnir hurfu, og slátrararnir áttu ekki svo mikið sem kjöt- bita eftir. Sumir lokuðu húsum sínum með slá. Aðrir hlupu af stað eins og þeir stóðu. því að þeir hugsuðu með sér, að óvinirnir brytu hús þeirra upp hvort sem er. Þegar flóttaskarinn frá Changsa, að niður- lotum kominn af þreytu og sulti, kom til Ningsiang biðu flóttamannanna hörmuleg- ustu vonbrigði. f bænum var hvergi mat að fá. Þeir, sem fyrstir komu, fóru um allt og hrifsuðu þá litlu mola, sem eftir voru. Þegar allur skarinn kom, var allt upp etið. Með- fram ánni og þjóðveginum söfnuðust saman þúsundir af þreyttu, sársvöngu fólki. Börnin grétu, fullorðna fólkið kveinaði. Sjúklingarn- LJDSBERINN 45

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.