Ljósberinn - 01.01.1936, Qupperneq 7

Ljósberinn - 01.01.1936, Qupperneq 7
LJÖSBERINN 5 Kvöldbænin okkar. Ef þú átt vin, þá talar þú við hann, já, svo oft sem þú hefir tækifæri til. Ef t>ú hættir að tala við þennan vin þinn . og- skiftir þér ekkert af honum, þá slitna smátt og smátt vináttuböndin. Sumir segja: við þurfum ekki að vera aö biðja Guð, hann veit ■ um alt, sem okkur bætir eða skaðar, um alt, sem við þurfum. En þetta er ekki rétt. Pabbi og mamma vita alt af, hvers barnið þeirra þarfnast; en þó biður þú alt af pa,bba og mömmu um þetta eða hitt og þau gleðjast af barnslega traustinu, sem þeim er sýnt, bænin er vináttu- samband þitt við pabba og mömmu. Svo er og með bænina til Guðs. Hún er hið persónulega vináttusamband á milli Guðs föðurs á himnum og barnsins hans hér á jörðinni. Jesús kendi okkur að biðja. Þið kunnið vonandi öll þetta fal- lega vers, sem byrjar svona: »Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg.« Og öll vitið þið víst hver hefir ort það °S í hvaða bók þið getið fundið það? Kvöldvers lesið þið víst alt af, áður en þið sofnið. Biðjið mömmu eða pabba eða eldri systkini ykkar að lesa með .ykkur kvöldversin, þið, sem enn eruð Un8‘, og- þið, sem eldri eruð, lesið versin ykkar, áður en þið sofnið. Ilaldið þeim vana alt lífið út, því minnist ætíð þess, sem Hallgrímur Pétursson segír: »Verður það oft er varir minnst, að voveifleg hætta búin finst. Ein nótt er ei til enda trygg, að þvi á kvöldin, sál mín, hygg. Hvað helzt sem kann að koma’ upp á, kjós Jesúm þér að vera hjá, skelfing engin þig skaðar þ<á. Fjórar þrautir. Segðu satt! Sannleiksmegin vertu. Segðu satt! Sannleiksbam þá ertu. Segðu satt! Og sá er reynist sannur, mun sigurlaunum ná, og Kristur m,un hann krýna og kórónuna fá. Gerðu gott! Gefðu þeim, sem, biður. Gerðu gott! Guð það hlutverk styður. Gerðu gott! Með Guði skaltu ganga og gæta’ að verkum þeim, er lýðnum verða að liði og lýsa þennan heim. Hjarta-hreinn, hjartað Guði færðu. Hjarta-hreinn, himin-timgu lærðu. Hjarta-hrevmi. Og beygðu bljúgu-r hjarta og bið í nafni hans, scm hreinn í hjarta lifði og hreinsar sálu manns. Eigingjam, aldrei máttu verða, eigingjam, aldrei viljann herða. Eigingjam. En alla eigingirni skal ídi loka skjótt og biðja Guð að gefa þér gæzku og viijaþrótt. M. R.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.