Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Síða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
7
tas“ [óskeikulleik] ritningarinnar .... Raunar sé ég aS þú
ert ekki alveg frjáls i því. En þab er tími til að láta ljós
sitt lýsa í því efni, því að ég fullvissa þig um, að fólkið er
mjög margt á landsbygðinni fult af efa í því efni. Þér að
segja er svo margt í G. Tm. svo lygilegt, að það getur ekki
verið guðs orð, heldur mun það bara vera skáldskapur eftir
menn á óupplýstum tíma. í því efni er ég á sama máli og
síra Páll sál. Sigurðsson, ef ég man rétt rœðu hans þar að
lútandi, bK 11—19 incl. Annars fylli ég flokk þeirra, hvort
sem þeir eru fáir eða margir — það varðar mig í þessu
efni ekkert um —, sem halda upp á ræður hans yfir höfuð
að tala. Mér þykja þær Iýsa því, að höf. þeirra hefir verið
skarpgáfaður, skáld og mælskumaður, og mjög hugsandi maður
um sín fræði og sitt starf, og heitur trúmaður á sinn
hátt, trúmaður einlægur á guð og vöxt og viðgang hans
ríkis, sannleilians, kærleikans, réttlætisins og frelsisins himneska
ríki. Síra Páll hefir einnig þann mikla — en því ver
eigi almenna — kost, að hann segir afdráttarlaust af hrein-
skilni skoðun sína í trúarefnum og á kirkjunni og siðum
hennar. Hann segir kost og löst hreinna og beinna en jafnvel má
húast við af þjóðkirkjupresti . . . Það mun mér óhætt að
fullyrða, að ræður hans, eða réttara sagt: trúarskoðanirnar í
þeim, falli mönnum alment betur í geð en ræður biskupanna
P. og H., að þeim alveg ólöstuðum. (Vorið 1896).
Barnslega trúin.
Eg ritaði þér snemma í vor alllangt bréf og hugsaði
hálfvegis, að það mundi verða til þess, að þú segðir eitthvað
um það, er í því stóð, bréflega aftur til mín. Eftir ástæðum
var sumt þar svo lagað, að ég vildi ekki hafa sagt það nema
þeim einum, sem ég treysti..............Mig langar til að
heyra eitthvað um lífsins mál frá þeim . . . Það er svo
leitt að vera svo langt frá andans mönnum, og nð standa
ráðalaus yfir svo mörgum leyndardómum og ráðgátum lífs-
ins, og-snúast í daglegum umsvifum. Vel veit ég, að eng-
inn maður leysir hinar mörgu þungu ráðgátur, en betur sjá
augu en auga, og mig langar svó mikið eftir meira ljósi.
Það er alls enginn efi á því, að sælir eru þeir sem trúa
þótt þeir ekki sjái, og ég finn það ráðið bezt, þegar mér