Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Qupperneq 17

Nýtt kirkjublað - 30.01.1908, Qupperneq 17
__________________NÝTT KIRKJUBLAÐ _ _ _______13 og þá tnunum við komast að raun um, hver hefir á réttu að standa og hver hefir á röngu að standa“. Allir nrðu þeir sammála um þetta, og gengu síðan að fílnum hver eftir annan, einn í einu. Blindi maðurinn, er fyrstur fór, var mjög hár vexti, og lenti því hönd lians á síðu filsins. Hann þreifaði mjög vand- lega upp og niður, og eins langt til hœgri og vinstri og hann gat náð. Síðan fór hann aftur á sinn stað við veginn. Hann var fullviss um að nú gjörþekti hann fílinn. Annar blindi maðurinn var mjög lágur vexti og vildi svo til, að hann kom að öðrum franifæti filsins. Hann þreifaði upp og niður eftir honum, fór þvínæst aftur á sinn stað. Hann gjörþekti filinn lika — að minsta kosti hélt hann það. Þegar þriðji bliudi maðurinn kom að fílnum, vildi svo til, að hann þreif i rana hans. Hann var ekki lengi að koma sér niður á því, hvernig fíllinn væri. Fjórði blindi maðurinn koin að höfði fílsins, þreif stund- arkorn i aðra vígtönn hans, og settist síðan aftur hjá spek- ingunum vinum sínum við veginn. „Jæja,“ sagði hinn fyrsti, „skepnan er alveg eins og ég sagði ykkur, að hún væri. Hún er eins og hliðarveggur á stóru húsi“. „Nei,“ nei“, sagði hinn annar. „Hún er alveg eins og trjábolur". „En hvað þið eruð fáfróðir um fílinn!“ kallaði hinn þriðji.“ Hann er miklu Iíkari vatnsbelg en nokkru öðru undir sólunni". „Þið hafið allir á röngu að standa", sagði hinn fjórði. „Það erundarlegt, hve langt þið getið komist frá sannleikatium, þar sem hann er rétt fyrir framan augun á ykkur. Eg at- hugaði skepnuna mjög vandlega, og hún Iíkist í öllum atrið- um hálum, sívölum göngustaf11. Og þvínæst byrjuðu vesalings mennirnir að rífast um, hvernig fíllinn væri. Og þeir eru fleiri, sem fara svipað að. (Þýtt ur ensku.)

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.