Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Blaðsíða 8
32 NÝTT KIBKJUBLAB Nú hefir Reykholt verið auglýst, og veitist eitt sér frá næstu fardögum. Eftir kirkjustjórnarinnar vei-klega skilningi á samsteypu-mál- inu, virðist óumflýjanlegt að hún bjóði séra Magnúsi á Lágafelli hálfa Reykjavík, og — gefi honum enda kost á að þjóna ofan frá Lágafelli. Alt er hér samstæðilegt, hvorumtveggja megin, bindur hvað annað að réttri hugsan, nema hvað alt Mosfellsprestakall gengur eigi óskift til Reykjavíkur, Brautarholtssókn á Kjalar- nesi á að ganga til Reynivalla. En eflaust félli alt í ljúfa löð með þá sameiningu hjá presti og sóknarmönnum, og þyrfti ekki á henni að standa. — .— Það mun þó alls eigi vera í ráði, hjá kirkjustjórninni, að þvi er eg má fullyrða, að gefa Mosfellssveitarprestinum kost á embættinu hér, og Reykvíkingar sættu sig eigi heldur við slíkt. valdboð, um hvaða prest sem væri að ræða, og séra Magnúsi á Lágafelli mundi eigi til hugar koma að reyna að nota sér valdboðið. Og jafnsjálfgefin afleiðing er það af gjörðum kirkju- stjórnarinnar í Reykholtsmálinu, að þetta prestsembætti hér verður að auglýsast eftir nýju lögunum, að séra Magnúsi á Lágafelli frágengnum. Og þjóðkirkjuverðinum -*kirkjustjórninni - ætti öilum frem- ur að vera- það áhugamál, að fá sem fyrst það embætti skipað. Til allrar hamingju á kirkjustjórnin afturkvæmt úrógöng- unurn, sem hún tæpti á tánum með því að bjóða séra Magnúsi á Gilsbakka að taka við Reykholtsprestakalli, að söfnuði fornspurðum. N. Kbl. vonar að önnur blöð, sem unna safn- araðarfrelsinu í landinu, taki vel með í strenginn. Önnur ráð verður að hafa, en að svifta söfnuði rétti sínum, löghelg- uðu sérstæði og sjalfstæði samkvæmt hinum fyrri presta- kallalögum, er voru samhliða og samtímis þágildandi prestskosn- ingarétti. Síðasta þing rýmkaði stórum prestskosningarréttinn, hann hafa nú allir þjóðkirkjumenn, konur sem karlar, fullveðja — 21 árs að aldri, skulum við segja, upp úr næsta þingi — hvað sem gjöldum líður. Lengra verður eigi farið. Og svo ætti að svifta fjórðung landsmanna þessum rétti!

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.