Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Side 15

Nýtt kirkjublað - 15.02.1908, Side 15
NÝTT KIRKJUBLAÉ) 39 athugað nógu snemma. En langmest þykir þó í það varið, að börnin verða sjálf við þetta umhugsunarsamari, hreinlátari og siðprúðari. í höfuðstaðnum íslenzka hefir um mörg ár undanfarin verið 25 kr. fjárveiting til (héraðs)læknis fyrir heilsueftirlit í barnaskólanum. Lítið var kaupið, og enn minna var verkið. Var svo — er bezt lét — að læknir kom einu sinni í kenslu- stofudyrnar og krakkarnir glentu greipar framan í hann; þetta var ekki annað en kláðaskoðun. Meira má gera fyrir börnin hérna. Og vinnan og vitið og — viljinn; alt þetta fer vaxandi, eða svo ætti að vera. „Persneskur Messías". Fyrir 40 árum reis upp dýrðlegur kennimaður og guðsvottur á Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslar- vættisdauða, andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgj- endur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu svip- aðar kenningum kristindómsins, eins og mannúðarlegast og göfugast er með þær farið. Þessi er sögð að vera meginat- riði kenningar hans : 1. Einn er guð. 2. Eitt er bræðrafélag allra manna. 3. Konan er jafnrétta við karlmann. 4. Öll trúarbrögð hafa meira og minna satt að geyma. 5. Vinnan er guðsþjónusta, sanntrúaðir menn verða að vinna. 6. Rangt er að taka kaup fyrir að boða sannleikann. 7. Alheims sáttanefnd skal skipuð til að skera úr mál- um ríkja á millum. 8. Eitt allsherjar-tungumál er nauðsynlegt, verður að búa það til, ef eigi fæst á annan hátt. Það þykir stórmerkilegt, að maðuraustur i löndum skuli hafa náð göfugustu og djörfustu hugsjónum siðmenningar — þjóðanna vestrænu, og benda menn þá einkum á 3. 7. og 8. liðinn. Fríkirkjuhreifing allmikil er sögð að vera í presta- kalli séra Zophoníasar heitins, og lika í Rípursókn, sem við

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.