Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 9
57 En fólkið út um sveitirnar í Galíleu hafði ekki minstu hug- mynd um guðdóm Jesú. I augum þeirri manna, sem á hann heyrðu þar, var hann fræðari, sem guð hafði sent til þeirra. Hann var meistarinn mikli, sem kveikti eld í sálum þeirra, og orðin hans reyndust þeim svo óumræðilega höfug og helg. Hann kendi þeim eins og sá er vald hafði. Innan að, frá sjálfri persónu hans stafaði þetta óviðráðanlega vald. Það var alt öðru vísi hjá Faríseunum og ritfræðingunum. Þeir höfðu æ og jafnan uppbaf síns máls: „Svo er ritað“. Það er eins og þeim hafi aldrei til hugar komiö, að bera annað fyrir sig en gildi bókstafsins. En það leynir sér ekki að Jesús var alveg laus við það, að láta bókstaf ritningarinnar binda sig, þó að hann bæri hina mestu virðingu fyrir henni. Fulltrúinn hans, og fullgildið sem hann átti, var andi guðs, talandi í eigin sálu hans. Og i allri trúarsögu heimsins hefir fulltrúinn sá verið eina valdið, sem mátt hefir sin til að móta h'fsskoðanir manna. Jesús neitaði eigi gildi ritningarinnar, en rétt þóttist hann hafa til þess að skera úr því, hve nær og að hve miklu leyti ritningarorðið samþýddist eigin trúarreynslu hans. f ludvig ichröder. Hann andaðist i Askov 8. f. m. af slagi, fám mínútum eftir að hann hafði haldið fyrirlestur fyrir námsmönnum. Hann varð 72 ára að aldri, f. 19. jan. 1886, Fyrir 2 ár- um lét hann forstjórn skólans i hendur Appel tengdasyni sín- um, en kendi þó ófram. Óskaði hann þess að hann stæði ekki uppi óvígur vegna elli og lasleika, og veittist honum það. N. Kbl. flutti fyrirlestur hans um Grundtvig og Island viðþingmannaheimsókninai Askov, og blaðið hefir áður skýrtfrá meginriti hans um lýðháskólana á Norðurlöndum. Schröder hafði mikla ánægju af því, hve mjög Islending- ar hændust að skóla hans nú hin síðustu árin, er kynnu fóru að verðaafhonum hér. Veturinn 1906—1907 voru 14 íslenzk ungmenni á skólanum, en í vetur eru þar eitthvað fæni

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.