Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 15.03.1908, Blaðsíða 11
59 _____ _ NÝTT KmKJTJBLAB maötir, og sama árið standa á honum kærur fyrir „óskikkan- legt ölæði og ósæmilega sambúð við sína ektakvinnu". Hann dó úr bólunni 1707. Um sjálfan píslarvottinn, sem sagan er kend við, verður eigi annað sagt en það er á eftir fer. Grenjar (Gren) er jörð í Álftaneshrepp á Mýrum, getur Jarðatal Jóhnsens þar eyði- hjáleigu er Grenjadalur hafi heitið. Það sem á eftir fer er tekið úr bréfabók séra Jóns Hall- dórssönar. Það er eigi nema ofurlítill smekkur af hinu mikla máli, og verið getur að sum bréf er þar að lúta séu glötuð, því að nokkuð vantar í bókina framan til, en hún byrjar ein- mitt sama úrið og séra Jón varð prófastur, árið 1701. Sagan gerist þá með þeim hætti: Um veturnætur 1701 ritar séra Gunnar Pálsson Jóni prófasti og leitar ráða hans „urn þann hirðulausa dreng Sig- urð Jónsson, áður kendan við Grenjadal, sveitlægan í Borgar og Álftaneshreppum“. Sigurður hefir að sögn Stafholtsprestsins eigi komið til kirkju né verið til altaris, hvorki þar né annarstaðar, frá því á föstunni veturinn áður. Og þó hefir hann verið þrisvar á- mintur. Nú fyrir rúmri viku hefir Sigurður reyndar komið og viljað vera til altaris, en prestur er orðinn svo þreyttur á „hrekkjakrókum“ lians, þar sem hann „þykist vera burðalit- ill kirkna og helgra tíða að vitja m. fl.“, að prestur sendir Sigga til sýslumanns, til að sætá hæfilegri refsing fyrst. En þá er sýslumaður svo hlálegur að senda Sigga aftur jafngóðan með þeirri orðsending, að nóg sé að áminna hann enn af nýju, og ofbýður séra Gunnari slíkt meúúeysi sýslumanns: „Þykir mér það mikið, að |>að skuli svo afleiðast, ef stór skálkur má ganga fram án straffs upp á kroppinn11. . . „Ekki afsakast Sigurður, að ei hafi fult skynbragð á að vita tíma réttrar reglu í heyrn guðs orða og heilagra sálar meðala meðtöku. Nóga mæðu hefi eg úttekið fyrir þau arma kindur Sigurð og Þóru lians kvinnu, og væri gott að góð leiðrétting á yrði um síðir fyrjr honum, og guð hjálpi til að þetta hræ perderist [glatist] ekki“. Daginn eftir ritar prófastur séra Gunnari afarlangt bréf, og kemur álit hans fram sem hér segir: „Virðist mér Sigurður einn af þeim hirðulausu drengjum,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.