Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Qupperneq 4

Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Qupperneq 4
196 NÝTT KERKTUBLAÐ íöfnuði og óeirðum. Hugsum oss að áhrif kristindómsins til að hreinsa hugarfarið og hefta ástríðurnar hyrfu með öllu. Þá mundi eigingirni, yfirgangur og rangindi brjótast fram með nýju afli. Félagslíf manna yrði jiá i tvöfaldri hæitu: fyrst af óeirðunum sjálfum og þar næst af jiví, að stjórnendurnir gætu ekki verndað friðinn, né afstýrt óreglu og glæpum, nema með ])ví, að hafa sér til aðstoðai- herlið, svo mikið sem þarf til að geta haft yfirráðin í hendi sér. En ])á gæti svo farið, — og hefir oft svo farið, — að herliðinu væri beitt til að kúga frelsið, sem ]>að átti að vernda. Hugsum oss, að lífernisreglur krist- indómsins hafi minni og minni áhrif á almennan hugsunar- hátt. Þá yrði að sama skapi meiri og meiri þörf á að beita valdi við almenning og að sama skapi yrði frelsi mannfélags- ins hætta búin. I voru landi þurfa stjórnarvöldin ekki á því að halda, að hafa vopnað herlið, margbrotna lögskipun, njósnaraílokk eða önnur þvingunarmeðul, eins og víðast hvar í öðrum lönd- uin á sér stað. Hér nægja vopnlausir embættismenn og dóm- arar lil að koma íram hinum góða tilgangi laga og réttar. Þetta gengur svo stillilega fram og kemur svo sjaldan i bága við frjálsræði vort, að margir hafa svo að segja ekkert af lög- um eða stjórn að segja, þó þeir njóti dagsdagiega hinna bless- unarríku nota, sem af þeim leiða. Þetta er eðli hins fulla frelsis. En hverju eigum vér nú þetta að þakka? Það er því að þakka að kristindómurinn hefir ritað sín lög í hjörtu vor. Þau samlaða hugi manna og mynda öflugt almennings- álit, er mótstendur ranglæti og yfirgangi, en útbreiðir meðal manna jafnréttis- og góðgirnisanda. Þannig er trúin sál frels- isins, og frelsið er líf mannfélagsins. Og engin þjóð undir sólunni nýtur frelsisins betur en vér. Það eigum vér krist- indóminum að þakka. Lauslega þýtt úr enslui. Br. J. * * * Þó grein |>essi sé rituð í Ameríku, get eg ekki betur séð en að vér Islendingar höfum ástæðu til að taka niðurlags- orð hennar oss í munn. Vér höfum nú um alllanga hríð not- ið rneira mannfrelsis en ílestar þjóðir aðrar. Vér lifum í friði

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.