Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 10
130 NÝTT KIEKJUBLAÐ sem ætlað er að stafi af því, að tilfínningin sljófgist fyrir hina fyrstu ofraun. En hvað sem um þetta er, þá er það víst að eg get nú nokkurnveginn rólegur tekiS missi þessa míns máske efnileg- asta barns, ekki siður en hinna annara; enda væri það mink- un fyrir mig, sem svo þrátt og oft reyni að brýna það fyrir öðrum ekki að syrgja, svo sem þeir er enga von hafa, ef eg færi að ofurselja mig sorginni, eins og sjálfur eg væri von- laus; nei það gjöri eg ekki, né þú, nn'n vina, sem enn á ný átt einu þínu barni á bak að sjá; miklu heldur skulum við trúarörugg segja: Sé nafnið drottins vegsamað, vegsamað einnig nú, er hann um stund sviftir okkur þeirri gjöfinni, er okkur hlýtur að metast einhver hin dýrmætasta af hans hendi þegin.------------ — — — Far þú þá í friði héðan út, hugreifr Óleifr!*) Stutt var leið þín, bæði að tíma og rúmi, frá vöggu til grafar. Það er þegar farion að verða fjölskipaður reiturinn sem eg á hér skamt frá. Mig hefir aldrei langað til að deyja, og ekki heldur enn. En hvenær sem ])að verður, þá óska eg að það mætti vera þar, að mér auðnaðist að hvíla við hlið þína og Gyðríðar systur þinnar; eins og hitt Iíka er mín örugg von, hvað lengi sem eg velkist í heim þessum, þá hafi eg aldrei svo hrundið frá mér hjartalagi guðs barna, að mér ekki auðnist að ná samvistum við ykkur, blessuð börnin mín, til þess með ykkur að ná þeim þroska í öllu góðu, er minn margfaldi breiskleikur meinar mér hór að ná. Far héðan í friði drottins! lirkjugjald eftir Gfnum og ástæðum. Ekki leizt þinginu það fært að láta alt kirkjugjaldið verða persónulegt, þar sem gjaldið vegna byggingarskuldar yrði nijog hátt. Fyrst var þá tekið upp gamla lagið að láta helming *) Bergmál frá minningavstefi Hallfreðar um Ólaf' Tryggvason: Fyrr mun heimur og himnar bresta í tvau (tvent), áður en gœðingur muni feeðast, glíkur (^líkur) liugreifum (glöðum) Óleifi (Ólati) að góðu,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.