Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.06.1910, Blaðsíða 14
134_______________NÝT^KmKJUMxAB^ „Hvernig stendur á því að sagt er um ýmsa presta að þeim takist miklu betur upp í tækifærisræðnm en af stól?" Mér varð orðfall. Fann agnúana jafnharðan á hverju svari sem upp kom í hugann. „Jú", hélt spyrjandinn áfram. „Það er af því, að þegar presturinn sezt að því að semja tækifærisræðu, t. d. ferming- arræðu eða líkræðu, þá syngur það undir í sálunni, að nú komi margir að hlusta á, og nú verði tekið eftir." Þetta var hugsunin. Og spyrjandinn talaði auðvitað af eiginni reynslu, og bætti við: „Það er eitthvað annað en örvandi að finna það á sér og vita það fyrir, að það verða svo sem engir til að hlusta á þetta sem maður er að taka saman". „Efnishyggjumaður." I „Þjóðólfi" var um daginn skemtilegt fréttabréf um komu Roosevelts forseta til Noregs. Ritar bréfið Jónas Guðlaugsson, og er frá Kristjaníu: Hann heyrir þar ekki önnur nöfn en Bjðrnson og Roosevelt, svo ólíkir sem þeir tveir voru. Ann- ar andans maður — segir hann —, sem vakið hefir þjóð sína til andlegrar baráttu og andlegs víðsýnis. Hinn efnishyggju- maður fram í tær, fulltrúi maskinu og miljónalandsins o. s. frv. Efnisbyggjumaður? I mæltu máli sama og mater/alisti. Roosevelt kannaðist fráleitt við það. Hann er kirkjumaður og kristinn trúmaður, með frjálsri og djarfmannlegri trú. Trúa mun hann á það, að hið góða sigri um síðir á þessari synd- ugu jörð. Og því er hann líka að berjast fyrir því. Preslastefnan á Hólum. Búist við allgóðri sókn presta, en frejnur hefir dregið úr ferðahug að sunnau, og valda vísast vorharðindin, hafi menn hugsað til land- í'erðar. Landritari ætlar sér að koraa þá að Hólum í norðurför sinni og vera við biskupsvigsluna. Vonlaust er ekki að þeir dr. Jón Þorkels- son og Matthías fornmenjavörður verði þar og við, og flytji fróðleik um sögu staðarins og geymdra gripa þar. Nokkrir prestar norðanlands haf'a verkefni í undirbúningi til fundarins. Meðal annars verður tekið upp prestafélagsskaparmálið norðanlands, sem verið hefir í þagnargildi síðan sira Zophonias heitinn í Viðvík dó. Á prestastefnunni á Þing- völlum i fyrra var og gert ráð fyrir að taka biblíufræðin til umtals nœst. Þá er kristindömsfrœðsla barna áfram vnndasamt ihugunarefni. Bú- ast má og við þvi að ýmislegl í hinui nýju löggjöf og löggjafarfram-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.