Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Síða 3

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Síða 3
NÝTT KÍJRKJUBLAÐ 147 þeim af oss í minnisvarðanefndinni hér, sem kunnugir eru staðháttum í Reykjavík. Með bróðurlegum kveðjum og blessunaróskum. Jón Bjarnason, Guðm. Arnason, Skafti Brynjólfsson, forseti. ritari. féhiröir. Arni Eggertsson. B. J. Brandson. B. L. Baldwinson. Jón J. Vopni. Ól. S. Thorgeirsson. Olafur Stephensen. Slefán Thórson. Stefán Björnsson. Sveinn Brynjólfsson. Thos. H. Johnson. Alls voru 15 í nefndinui vestra. Vantar hér tvo í töluna, er báðir voru í íslandsferð, þeir Friðjón kaupm. Friðriksson og síra Friðrik J. Bergmann. j§ynodus=prédikun síra Gisla Skúlasonar. Og eg heyrði raust mikla frá hásœtinu er sagði: Sjá, tjaldbúð guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og guð sjálfur mun vera hjá þeim, guðþeirra. Opb. 21.3. . . . Þegar eg lít yfir land vort og þjóð, þá dylst mér það ekki, að hér hefir kristin kirkja unnið mikið verk um liðnar aldir og veitt mörgum kynslóðum kraft og þrek til þess að afbera þær mörgu þrautir, sem hér hafa dunið yfir. Frá kirkju þessa lands hafa gengið straumar mentunar og mann- kærleika út meðal þjóðarirmar, kristin trú hefir verið það afl, sem háð hefir baráttu við þá sundrung og eigingirni, sem frá því fyrsta hefir verið hér verulegt þjóðarmein, og krossinn Krists hefir verið það merki, sem kynslóð eftir kynslóð hefir skipað sér undir, og hlotið fyrir bæði huggun og þrek. Og þótt því ekki verði neitað, að saga þessa lands sé að mörgu leyti sorgarsaga, þá myndi þó í því efni fyrst gefast á að líta, ef kristin trú og kristin kirkja hefði ekki látið sín við getið. En svo viss sem eg er um þetta, svo ljóst er mér líka hitt,

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.