Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Qupperneq 14
158
NÝTT KÍRKjUBLA©
Embættispróf við prestaskólann
tóku í júnímánuði:
Magnús Jónsson .... I. ágætis-eink., 99 stig.
Jakob Ó. Lárusson . . I. eink. 90 —
Sigurður Jóhannesson .II. — 71 —
Verkefni í skriflega prófinu voru: Skýring Nýja-testamentisins:
1. Kor. 8, 1—11. Trúfrœði: Að gera grein fyrir hinni svoneíndu
kenósiskenningu, og sýna fram á í hverju henni sé einkum ábóta-
vant. Siðfrœði: Gerð skal grein fyrir hinni kristilegu skoðun á
lífinu, og síðan stuttlega lýst þeim öðrum stundlegum gæðum, sem
sérstaklega eru skilyrði fyrir þrifum þess. Kirkjusaga: Kalvín og
siðbótin í frakknesku Sviss. Prédikunartextar: Matt. 7,24--27;
Mark. 10,42—45; Jóh. 7,14—17.
Jón prófastur Sveinsson
varð 25 ára prestur í vor, vígðist til Garða á Akranesi 1886,
og hefir aldrei þaðan sótt.
Söfnuður hans mintist þess mjög ástúðlega og íagurlega. Eft-
ir embætti á Hvítasunnudag í Akraneskirkju var prófasti flutt
skrautritað ávarp, er undir höfðu ritað um 400 safnaðarmeðlimir
og var honum þar sem best þakkað hið ágæta starf í söfnuði og
sveit. Söngflokkurinn söng þar og kvæði til hans. Ort hafði E>or-
steinn oddviti Jónsson á Grund á Akranesi.
Síra Eriðrik J. Bergmann
verður hér á landi fram eftir sumrinu, fer i þ. m. norður til
fornu átthaganna. Prá Norðurlandi er förinni heitið til Noregs.
Býst hann fyrst við að koma heim til Winnipeg i októbermánuði.
Pyrirlesturinn, sem síra Priðrik hélt í dómkirkjunni, kemur
væntanlega út hér heima í sumar.
Mannaskifti.
Þeir eru farnir vestur um haf guðiræðiskandidatarnir nýju,
Jakob og Magnús. Eru þar ráðnir til prédikunar-þjónnstu surnar-
langt hjá islenskum söfnuðum. Per Jakob til safnaða í hinni
blómlegu Islendingabygð í Saskatchewan, en Magnús verður hjá
Tjaldbúðarsöfnuðinum i Winnipeg í fjarveru síra Priðriks í sumar.
Báðir munu svo hinir efnilegu kandidatar verða næsta vetur erlendis,
sér til lærdóms og frama, i Noregi og JÞýskalandi, og hverfa svo
heim næsta sumar.
Altaristöflur íslenskar.
Þarfiaust verður að sækja þær til útlanda úr þessu. 1 síðastl.