Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 15
NÍTT Krft&ttJfiLA©
169
minuði kom í Grindavikurkirkju aUaristaflan sem Einar Jónsson
í Garðhúsum gaf, en Asgrimur máiaði. Á þeirri mynd kyrrir
Kristur vind og sjó, eru björg í baksýn og verður brimfaldurinn
að geislakrónu. JPórarinn er nú að mála stóra altaristöflu í JÞing-
eyrarkirkju í Dýrafirði. Gefur „Miljónafélagið". Þar lætur Krist-
ur börnin koma til sín.
Altaristaflan í Grindavikurkirkju kostaði 300 kr.
Dýrasta bókin.
Eyrsta prentaða biblían er kend við Gutenberg, og er sagt
að 180 eintök hafi verið prentuð af henni. Það gerðist um miðja
15. öld. Fáein eintök eru enn til af þessari elstu útgáfu. A lat-
inumáli væntanlega; þýska útgáfan dálitið yngri. Eitt eintak af
Gutenbergs-biblíu gekk nýlega kaupum og sölum, og hrepti
auðmaður í Kalíforníu og gaf fyrir 50 þús. dollara.
Ensk skáldlaun.
Árið sem kemur á Dickens skáldsöguhöfundurinn ágæti 100
ára afmæli. Þrjár dætur hans eru á lífi og aflmörg barnabörn,
og er alt það fólk fátækt. Vann Dickens sér allmikið inn fyrir
skáldsögur sínar, þó að betur yrði stórskáldunum borgað síðar, og
eigi hafði hann síður mikið upp úr upplestrarferðum sínum bæði
heima og í Ameriku. En illa hélst honum á fé og dó hann snauður.
Nú hafa enskir blaðamenn og rithöfuudar og tignar-burgeisar
sett á gang samskot handa þessum afkomendum Dickens með þeim
hætti, að afmælisárið verður til sölu í hinum enska heimi Dickens-
ruerki, miðakorn til álímingar, og ætlast til að eigendur Dickens-
bóka kaupi og festi á. Merkið á að kosta pening enskan, en þvi
mun treysta mega, að stórfé hafist upp úr þessu handa niðjum
skáldsins. Dickens-bindin skifta tugum miljóna.
Til samanburðar má geta þess, að hér á landi helst eignar-
réttur að sömdu máli 50 ár eftir dauða höfundar, en á Englandi
ekki nema 7 ár.
Hvað verður um Nóbelsverðlaunin ?
Ameriskt blað er nýskeð að vandræðast yfir þvi, hvað Banda-
fylkin verða útundan við úthlutun Nóbelsverðlaunanna. Eólkið er
þar í landi orðið yfir 100 miljónir, en smáríkin sum i Evrópu hafa
borið meira frá borði. Af einura 60 verðiaunum hafa tvö ein ver-
ið gefin vestur um haf, bæði til manna í Bandaíylkjunum, gengu
önnur þeirra til ftoosevelt fyrir friðarmálin sem hann bar milli
Rússa og Japana. Ritsnillingum eru og verðlaun veitt, eu anuars