Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 2
242 NÝTT KIRKJÖBLAÐ Kaflar úr bréfum síra Ijarnar lalldórssonarí iaufási fil fáls skálds Ólafssonar. Trúin á annað líf. Trú mín ú eilífu áframhalrli Iífsins, samfundum vinanna og samveru í öðrum heirni glæðist aldrei fremur en þá, þeg- ar einhver, sem mér er ástkær, hverfur í burt, um hið dimma hliðið. Því þegar eg alvarlega fer að hugsa um Guð, hans orð og stjórnun, og hins vegar um manninn, lians hæfileika og eftirþrá, — já, því framar sem eg um þetta hugsa, því óskiljanlegra og ótrúlegra verður mér það, að hann vilji, að hann 'geti látið lífið, líf hins skynjandi anda, slokna í dauð- anum. Mér finst þvilik hugsun steypa mér niður i þá iðu heirnskunnar og guðlöstunarinnar, sem mér er ómögulegt að staðnæmast i lengur en augablik. Það er alt að einu nærri mér — og þó eins fjarri mér eins og sú allra stærsta vit- leysa — að trúa þvi að enginn Guð, enginn skapari, enginn löggjafi né stjórnari sé til, eins og að ætla það að maðurinn eigi ekki fyrir höndum annað líf. Þegar eg fer að efast um það í sálu rninni, að eg, að andi minn sé ódauðlegur, þá finn eg hvað eg gjöri, og hlýt undir eins aftur að hverfa. Eg finn að eg væni Guð, minn höfund og herra, um lygi og svik, og með engu framargjöri eg mig þess ómaklegan að heita hans barn, þvi eg er þá sannarlega vont barn. og — guði sé lof — eg get bætt því við, að eg er þá líka (eg finn til þess, eg sé það og skynja) hið allra heimskasta barn. (1859). Guð er til. Mér finst það svo mótstæðilegt allri skynsemi, allri á- lyktun um alt, sem eg til þekki í heiminum, sýnilegt og ó- sýnilegt, að fara að rengja tilveru Guðs, að eg get ekki gjört að því, þó eg verði bæði hryggur og reiður, þar sem því er að mæta. Mér er þetta upphaf alls sannleika „að guð er til“. Og við þann sannleika mun og fastur hvílast til enda lífs. Hann er fæddur með mér, hann er mér áskapaður, hann er rótgróinn í mér af uppruna mínum, sem og stað-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.