Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Side 3
________ NÝTT KIRKJUBLAÖ 243
fastur af ígrundun skynsemi minnar og þeginni uppfrœðingu.
Eg sleppi honum ekki, þótt allur hinn skynsami heimur
í kringum mig sleppi honum. Þótt enginn skynsemi hér á
jörð geti framar fundið það skynsamlegt, sem mín skynsemi
felst á um hinn eilífa, almáttuga skapara, um hinn óbrigðula,
trúfasta, fullkomnara allra hluta, þá skal eg þó ekki afneita
þessum sannleika, sem í mér er, heldur skjóta máli minu
til hinnar einu skynsemi, sem hugur minn hlýtur að nema
staðar við, eins og orsök sjálfrar sín og allrar skynsemi ann-
arar. Eg skal skjóta máli rnínu frá hinum gleymnu sonum
til föðurþeirra, og vita hvort hann kannast ekki við taðernið.
(1860).
Guð er góður.
Eg skal ekki vera að ala á þessari neyð og angist, þótt
eg viti að harmatölur mínar mundu finna góðan stað og nóg
rum við þitt hjarta og í þinu brjósti. — Eg finn og þegar
blessaðan styrk í trú minni á Guð, sem hlýtur að vera til,
því væri hann eigi til, gæti engin skynsemi, enginn viður-
kendur sannleikur, engin sannfæring um neinn hlut verið til
hjá mér eða þér, og ekki að tala um neitt lögmál, því hvar
eru lög sem enginn hefir hugsað, enginn samið'? Já, eg þyk-
ist geta sannað það, þótt allir vitringar heimsins nú á tíð
rísi upp og segi það ósannanlegt — sannað það, að til er
Iifandi Guð, skynjandi, ráðandi allra hluta, andlegra og líkam-
legra, og þar sem hann — slíkur — er aðeins til, þá hefi
eg það óyggjanlega víst, að hann er góður. Um það ber
hjarta mitt órækt vitni, þar sem það elskar, þar sem það
gleðst við fegurð, sannleik og góðleik og þráir þessi gæði, en
vill eyða og rýma frá sér og öðrum hinu gagnstæða.
Þetta er vitni um eðli höfundarins og tilætlan hans með
mig og þig, sínar skepnur, sínar vesölu eftirmyndir, sem lik-
jumst honum, um leið og við skynjum þetta, kennum þessa,
er eg hér vík til. Þannig finnur skynsemi mín og hjarta
mitt, og getur ekki annað — með því að gæta sín — en
fundið lifandi Guð, allsvaldan Guð, og hvers þarf eg þá fram-
ar? Ætti eg eigi að láta mér þetta nægja, svo vel sem það og
er staðfest íyrir mér með opinberuninni og endurlausninni,
sem að vísu er ógrípanleg og órekjanleg skynsemi minni, en