Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Side 12

Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Side 12
252 NÝTT KffiKJUBLAÐ verða svo staðfastur, að viðleitnin margítrekuð beri ávöxt. Barnið verður að langa til að ganga, að vilja ganga og sið- an læra að ganga — með því að ganga. Heimfærum nú þessa einföldu kenning til hins andlega svæðis. Hvernig ætti eg að geta fengið vissu mína um það, hvort bænin væri annað og meira en orðin tóm ? Svarið við því er: Með því að biðja. Hinn virkilega mátt til þess að biðja fær þú ekki úr neinni bók, né frá neinum skynsemdar-rökum, ekki framar heldur en þú gætir þaðan sótt getuna til þess að synda. Þú hefir séð foreldra þína tala, og þig Iangar til þess að tala; þú hefur séð þá lesa, og þig langar til þess að lesa; þú hefir horft upp á það, að þau standa í sambandi við einhverja ósýnilega veru, öðruvísi hefir þér það ekki komið fyrir sjónir, eða þú hefir heyrt þau tala um það við þig að þau geri það, og þig langar til að geta slíkt hið sama. A þessu ertu að ala með sjálfum þér, og seinast rekur löngun- in þig til þess að reyna þig á þessu. Byrjunin fer þér ólið- lega, alveg eins og að ganga og lesa i fyrstu, og árangurinn verður lítill. Ef þú nú missir móðinn af því þú öðlast ekki þegar i stað bænarmáttinn, sem ekki fæst nema með langri reynslu, og þú gefst upp fyrir þá sök, þá lærir þú aldrei að biðja. En ef þú heldur áfram, hugrakkur, með stöðugri við- leitni, þá bregst þér eigi ávöxturinn. Hann getur farið nokk- uð eftir því, hvernig þú ert að upplagi til, en langmest fer hann eftir því, hvað fastur þú ert í rásinni við þina bænar- iðju. Lífið er ávalt aflafé, ávöxtur vilja og viðleitni. Því er það að Kristur kennir sínum játendum að þreytast ekki á bæninni, það er „áleitnin“, sem ber sigur úr býtum; og sama kemur fram hjá Páli postula um árveknina og kost- gæfnina að biðja á hverri tíð*. Trúin er líf, og lífið er barátta. Því göfugra og veg- Iegra sem lífið er, því meiri og harðari verður baráttan. Og það er einmitt baráttan sem skapar lífið, það líf sem hinn andlega hugsandi maður þráir, lífið sem hann verður að fiafa eignast áður en hann trúir á það og skilur það i raun og ’) Lúk 11, 5-13, Ef, 6, 18,

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.