Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Side 8
248
NÝTT KIRKJUBLAÐ
letramsa,
Eftir Búa prófast Jónsson ú Prestbnkka, -|' 1848.
Vetrar betrun vorri heitum,
í vetri nauða, kristnir menn.
í vetrar setrum varlega breytum,
veturinn dauða kemur senn.
Vetur og sumar veri oss bjá,
sá vetri og sumri ráða má;
þig vetur og sumar vér áköllum,
vetur og sumar líkna oss öllum!
Síra Páll prófastur i Vatnsfirði fann erindið innan í em-
bættisbók á Prestbakka, og segir höndin til höfundarins. Var
síra Búi skáldmæltur vel og merkilegur gáfumaður. Mintist
Gísli skólakennari Magnússon síra Búa oft með binni mestu
virðingu. Mun sira Búi hafa verið kennari Gisla.
heimspeki.
n.
Rudolf Eucken, prófessor i Jena.
Eftir Lymann Abbott.
Heimspekisnemendur hafa nú úr öllum álfum heims
streymt til Jena til að hlusta á Eucken prófessor. Það er
enda talað um heimsóknir þangað frá öðrum eins hala veraldarog
Islandi. Jafnt hafa sótt til hans katólskir guðfræðingar sem rnót-
mælendatrúar og enda heiðnir menn frá Japan. Áiið 1908 fær
hann Nóbelsverðlaunin fyrir besta rilið, það árið, varðandi hug-
sjónaheiminn.
Það er ekki viðlit á fáeinum síðum að lýsa heimspeki
slíks höfuðfræðara. Eg vil hara koma að hjá lesendunum
einni hugsun, sern vaknað hefir hjá mér við að lesa brot úr
fyrirlestrum hans, og hefir orðið mér til skilnings og hress-
ingar.
Faðir minn var evangeliskur prestur, og mælti hann svo