Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Qupperneq 11

Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Qupperneq 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 251 ing eigin vanþekkingar. Vilji sá, sem aldrei hefir elskað fá skyn á því, hvað kærleikurinn er, þá getur hann ekki fengið fræðslu uni það af hókum, hann verður að hætta sér inn í ókunnan heim til þess náms. Sjálfur verður hann að skapa lífið hjá sjálfum sér, eigi hann að geta skoðað það og skilið. Vogunin ein vinnur í tilraunastöð lífsins. Sá sem ekki vill hætta sér út í að lifa lífinu, hann fer á mis við það. Hvernig er ekki um ungbarnið, sem er að læra að ganga. Hver tilraunin verður að reka aðra. Móðirin heldur um handleggina. Faðirinn krýpur fyrir framan og lokkar barnið til sín. Barnið er lirætt og hikandi, en loks sleppir það sjer, og vogunin vinnur, þótt mátturinn sé enn lítill, og faðmur- inn á pabba tekur við. Barnið lærir ganginn af því að ganga. Það er engin önnur leið tii þess. Svo líður og bíð- ur og barnið er orðið svo stálpað, að það er komið út að sundpollinum með leiksystkinum sínum. Eldri hörnin fara að synda. Aldrei getur barnið lært að synda af bókum eða myndum. Bækurnar kenna að sundið sé ekki annað en sömu tökin, sem allir kunni frá ganginum. En jafn-einfalt ráð og það nú er, kemur það samt ekki að haldi. Krakk- inn verður að steypa sér út í vatnið, og læra að synda með því að synda. Barnið verður að vilja ganga og leggja út í það, þó að áhættan sé töluverð að velta um koll, annars lærir það ekki að ganga. Unglingurinn verður að vilja synda, og eiga það á hættu að súpa hveljur, annars lærist honum ekki að synda. Alveg eins er með það, að einasta aðferðin til að læra að tala er að tala, og að læra að skrifa á því að skrifa. Unga barnið skynjar það að pabbi þess og mamma eru að vilja hvort öðru eitthvað með þessum hljóðum orðanna. Og barn- ið langar til að geta eitthvað í sömu áttina, og svo koma tilraunirnar, afar-bágbornar fyrst í stað. Móðirin les barninu úr bók. Þetta er svo gaman, að barnið langar sjálft til að geta þetta, og svo fer það að reyna að þekkja stafina. Al- veg er það eins með skriftina, barnið nær hæfileikanum að skrifa með því að skrifa. Fyrsta sporið í allri fræðslu er að vekja löngun nem- andans til að afla sjer fræðslunnar. A því er alið þangað til viljinn fer að láta taka til sin, Og svo þarf viljinn að

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.