Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 4
244
NÝTT KIRKJUBLAÖ
alls eigi henni gagnstæð, heldur fyrir ofan hana, svo eg á
ekki að líta yfir hana eða fram hjá henni, hafnandi og lít-
ilsvirðandi augum, heldur upp tii hennar undrandi og þreyj-
andi augum, að eg mætti skilja hæðina, dýptina, lengdina,
viddina.
Og hið elskanda, þreyjanda, af öllu nenm Guði og eilífð-
inni óseðjanlega hjarta mitt — ekkert getur satt það, nema
Guð og eilífur auður gæsku, sælu og dýrðar — það skal knýja
hin sljóu augu skilnings míns til að lyfta sér þannig upp,
hvessa sig og þurka úr sér jafnóðum alla glýu, alt ryk, alla
móðu — heimsins, holdsins, syndanna, slysanna, sorganna,
raurianna.
Og Guði, mínum himneska góða Föður í Kristi, frelsara
mínum, sé lof fvrir þessa morgunstund og þau augnablik
liennar, er hugur minn skynjandi og hjarta mitt finnandi til
jós þessu frá sér í vinar barm! (1877).
Getinn af heilögum anda.
Þú trúir eigi getnaði Maríu. Attu við það, að Jiún sé
getin syndlaus, sem páfinn fann fyrir nokkrum árum, eða
við getnað Krists af heilögum anda í móðurkviði?
Sannarlega trúi eg þeim getnaði slíkum, því án hans er mér
Kristur óskiljanlegri en ella. En að vísu skil eg hann eigi
(getnaðinn af heilögum anda), enda skil eg engan getnað; eg
skil ekki kveiking lífsins, ekki í grasinu, því síður í dýrinu,
þá eigi í hinum skynjandi manni, né í Guðs syni opinberuð-
um í holdinu. Upptök hlutarins, upptök lífsins, upptök
dýrssálarinnar, upptök mannsandans, upptök Krists — það
er alt leyndardómur.
En svo sem eg veit það fyrir víst, að Guð hefir gerl einn
mann \fyrstan, hluttakara sinnar myndar, síns anda, sinnar
þekkingar, sins kærleika, svo get eg eigi betur vitað en skyn-
semi mín. er eg gæti hennar, segi mér, að Guði hljóti að
hafa verið mögulegt að skapa nýjan Adam, föðurlausan á
jörðu, já, að vera sjálfur i Kristi, og sœtta Jieiminn við
sjálfan ‘sig, sem nafni þinn heitinn sagði, og að þetta hafi
verið vel gjört, það viðurkennir og bæði skilningur minn og
hjarta mitt. Því lfiýt eg að trúa því.
Og enn trúanlegri og vissari verður mér þessi kenning