Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Side 10
250
NÝTT KIRKJUBLAÐ
Það er heimur gleði og sorgar, kærleika og haturs, ráðvendni
og girnda, vonar og örvæntingar, ánægju og iðrunar. Á
sjálfum sér verður hver maður þennan heim að revna, eigi
hann að komast inn í hann. Gleðina þekkjum vér af því einu
að vér sjálfir gleðjumst, sorgina við að syrgja, ástina við að
elska, hatrið við að hata. Þessar reynslukendir koma og
fram á öðrum með þeim hætti, að numið getum við af orð-
um þeirra, athöfnum og svipbreytingum. En væri eigi hjá
sjálfum oss fyrir slík reynslukend, samkynja að uppruna og
ytri sýn, væri slík auglýsing þessara reynslukenda hjá og á
öðrum með öllu óskiljanleg. Svipurinn á öðrum, sem ber
vott um reiði eða ást, virðing eða fyrirlitning, væri oss með
öllu óskiljanlegur, ef vér hefðum eigi af eigin lífsreynslu
eitthvað haft af þessu að segja: elsku og hatri, virðingu og fyr-
irlitningu. Af eigin raun skynjum vér svipmyndirnar, sem
slíkt birtist í.
Efnisheiminn þekkjum vér af rannsókn og athugun. Lif-
ið þekkjum vér að eins með því að lifa.
Fyrsta skilyrðið, og fyrir öllu, til þess að fá kynni af
hinum andlega heimi er það að vilja það. Bein vilja-athöfn
þarf til að koma, greind og skilningur hrekkur ekki til. Hugs-
um oss kaldsinna kæruleysingja segja: „Ekki trúi eg á
kærleikann“. Hann hefir alveg rétt að mæla. Hvernig í
dauðanum ætti hann að trúa á kærleikann? Hann hefir alls
ekki reynt hvað kærleikurinn er. Það er því ekkert íyrir hjá
honum, sem geti sannfært hann um að kærleikurinn sé til í
raun og veru. Og honum er það alveg gagnslaust, þó að
aðrir menn beri það, að til sé kærleikur. Hann á ekkert það
í sjálfum sér er geti gert honum þann vitnisburð skiljanleg-
an. Þeir tala við hann tungu, sem hann skilur alls ekki.
Það er rétt eins og sjáandi maður væri að lýsa litum fyrir
blindum manni, og heyrandi maður væri að tala um söng
við heyrnarlausan. Kærleikslausa sálin getur eigi skilið kær-
leikann, af því að hún er kærleikslaus. Fari einhver að tala
um kærleika við slíkan Kaldbrynni, og hann segir aftur á
móti: „Ekki veit eg við hvað þú átt, maður,“ þá er það
hverju orði sannara. Það eitt er við þetta að athuga, að Iík-
lega telur Kaldbrynnir sér þetta til yfirburða|og ágætis, en
þeir sem betur vita, sjá og skilja, að þetta er aumleg játn-