Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Page 13

Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Page 13
NÝTÍ KÍRKJtÍBLAÖ 253 veru. Viðleitnin, þolgóð og þrautseig í sífellu, er ómissandi, ekki einungis til þess að skilja lifið, heldur og til að eignast það, og skilið verður það ekki nema það sé orðin eign manns. Trúin hjá manninum er annað og meira en það eitt að veita sannleikanum viðtöku. Trúin er óaflátanleg leit og taka sannleikans, því að andlegur sannleiki og andlegt líf er eitt og hið sama. Eigi verður sannleikans aflað án lífsins, og lífið er í sjálfu sér stöðug barátta og stöðug framsókn. Menn afla sér ekki andlegs sannleika með igrundun einni, afskiftalausri af öllum umheimi. Einbúinn sem lokar fyrir sér dyrunum úl til heimsins, hann hafnar Guðs uppfræðslu- skóla í andlegum sannleiksfræðum. Baráttu-öldin er þroska- öldin, og þroska-öldin er trúar-öldin. Tuttugasta öldin með öllum gleðisemdum sínum og freistingum, með örðugleikunum, sem yfir verður að stíga, og orustunum, sem ekki verður komist hjá að heyja, hún er betri öld til þroska í andlegri þekkingu, og þá um leið betri öld fyrir þroska andlegs lífs. heldur en öldin sú, er trúin dregur sig út úr heiminum og reynir að vaxa í guðhrœðslu með því að gleyma að lifa. Og af því að sannleikur og líf er eitt og hið sama, þá verður maðurinn að skapa i sér lífið, ef hann á að komast að þekking sannleikans. En slik sköpun er ekki í því fólgin að gera eitthvað af engu, heldur felst hún í því að afla sér lifs, sem er fyrir utan vort líf, og gera það að voru eigin lífi. Aflvakinn býr ekki til rafmagnið af engu, en nær í rafstraumana er kringja um oss alt í kring, og tvinnar og þrinnar þá þræði í nothæft afl. Loftfarjð hagnýtir sér nátt- úruöfl, sem öll eru söm og þau ávalt hafa verið, en menn hafa fyrst nú komist upp á að nota. „Ekki frumskapar maðurinn andlegt lif, en fær er hann um það að fá hlutdeild í því“. Það eru orð Euckens. Og loks örfá orð að niðurlagi, hvernig Jesú Kristur þá horfir við þessari skoðun. Jesú Kristur er lífshugsjónin, klædd holdi og blóði. Trú- in á Jesú Krist er í því fólgin að kjósa sér þá lífshugsjón, að keppa að því að hún komi fram í lífi sjálfs manns, og líka í umheiminum. Að vera kristinn, það er hið mikla mátt- artak lífsins, að fylgja honum með þeim hætti, að sjálfur hann megi koma fram í eigin lífsreynslu manns, og um leið að fá

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.