Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Side 9

Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Side 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 249 við mig, er eg fór út í prestskapinn 1860; „Ekki er eg í neinumvafaum það, að níu tíundu hlutir af þrœtum þeim, sem upp hafa konn’ð meðal guðfræðinga, hefir bara verið ágrein- ingur um orð, og heldur er eg nú á þvi, að tíundi hlutinn eftir- skildi sé það líka.“ Þessara orða mintist eg eitt sinn við einn vin minn, sem eigi vildi við það kannast, að neitt yrði vitað í andlegum efnum. Bætti eg því þá við, að meira væri þó en orðin ein, sem á milli bæri skoðana þess manns, sem ekkert telur vit- anlegt, nema það sem fullprófað er í ríki náttúrunnar, og hins er trúir á hulinsheima, og telur sig hafa beinan veg til vit- undar um hið ósýnilega eða hinn andlega heim. „Og það er nú trúin mjn“, sagði eg. Til þess svaraði vinur minn á þá leið: „Eg er nú hinumegin, sem alger skynsemistrúarmaður, en eg hygg að til sé vitt svæði, sem trúarhæíileikinn einn á aðganginn að“. Þá hugsaði eg með sjálfum mér: Faðir minn hafði þá svona rétt að mæla. Það sem okkur skilur, mig og hinn trúarvana vin minn, er þá þetta, að hann kallar það svæði, sem eg kalla vitund. Heimspeki Euckens er æfintýraför, og hún djartmannleg inn i þennan ókunna heim. Það mætti lika segja, að þar væri tilraun gerð að klæða í heimspekisbúning þær trúarlifs- kendir, sem fram hafa komið hjá hinurn bestu sálmaskáld- um: — — Vér lifum i heimum tveim, hinum sýnilega og hinum ósýnilega. Vér skynjum efnisheiminn og öfl hans með aug- um og eyrum, þreifum, þefum og brögðum á. Einkendir alls, sem með þeim hætti verður náð til, eru orðnar oss kunn- ar, með öllum breytingum þeim, sem þar á verða, og oss hefir lærst að rekja þau lög, sem þar ráða yfir. Margfaldar uppgötvanir hafa veitt oss tæki til að ná svo langt um lengra með athuganir vorar en skilningarvitin eru einfær um hjálp- arlaust. Sjónaukinn dregur að oss stjörnur í þeim undra- fjarska, sem varla verður tölum talinn og smásjáin opnar oss nýja ókunna heima Já, mikið eigum við þeim mönnum að þakka, sem með önn og erfiði hafa uppgötvað þennan ytri heim og kent oss að þekkja, hvaða lögum hann hlýðir. En í annan stað er og ósýnilegur heimur, sem skynfæri vor ná eigi til, og það hvað vel sem þeim er í hendur búið,

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.