Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ
247
því, að fara á bak við og bera dulur á beinan sannleik-
ann. — —
Framjþróunarskoðun nútímans er rauði þráðurinn í kenslu
allra annara fræðigreina í skólnnum, en öll trúarfræðslan er
á undan Kóperníkusi (f 1543). I skólanum ráða í raun réttri
tvennar lífsskoðanir: Itinar nýju bygðar á framsókn allsherjar-
þekkingar, og í annan stað erfðakenningar sem kendar eru
eingöngu í kenslutímum trúarfræðanna. — —
Áhfeldt birðprestur* hefir ritað góðan bækling um þetta
vandamál. Hann segir svo m. a. að vér þurfum að koma
meiri sannleik að í trúarfræðslunni. Hann ætlast að vísu til
að fræðslan sé kirkjuleg, en hinsvegar sé óþarfi að kalla það
ókirkjulegt, þótt menn bætti að kenna ósannindi, þótt menn
t. a. m. kalli sköpunar- og syndafalls-sögurnar þjóðsögur hinna
fornu Hebrea. — —
Það er hægðarleikur að kalla allar ályktanir ritskýrenda
og annara vísindamanna ágiskanir og getgátur einar. En þar
gleyma menn tvennu: Fyrst og fremst að skoða, hvort sama
eigi sér ekki stað með fornu kenningarnar, nema fremur sé,
og hinu öðru, að aðferð rannsóknanna er hin hnífrétta og
óhjákvæmilega í sannleikans eftirgrenslan. Tökurn t. d. rann-
sókn Mósebókanna. Þar geta vísindin eílaust að lokum sagt
oss, hvernig þær séu tilkomnar, en hitt sýna þau aldrei né
sanna, að Guð hafi sjálfur lesið þær fyrir. — —
En eru vísindi fyrir börn? Því svara hinir: Skyldu
börnin eiga hægra með að skilja, að veröldin hafi verið
sköpuð á 6 dögum? Og láta þau síðan ábyrgjast að ríma
þá kenningu sama*i við landfræðiskenningar hins sama skóla!
Eða mun það reynast auðveldara að láta börnin skilja fæð-
ingarsögu Jesú bókstaflega heldur en að segja þeim, þegar
kendareru guðspjallasögurnar, að orðið „guðssonur“ sé líkingar-
orð, er táknað hafi og tákni enn guðlega vegsemd og hæfileika? —
Það er óttinn gamli fyrir „upplýsingunni", auk vanans,
sem veldur því mest, að börnin fara á mis við sanna upp-
lýsing i guðlegum fræðum, og ónýtir meira og minna þá
upplýsing, sem kirkjan veitir þeim. M. J.
•) Sænskur prestur, ritar töluvert i liið ágæta mánaðnrrit „Krislendo-
pien pch vár tid“, Aths. útg.