Nýtt kirkjublað - 01.11.1913, Side 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ
245
Nýja testamentisins, er eg íhuga hana í samhandi við hiö
illa, við syndina, sem ætið skal vera óskiljanleg öllum spek-
ingum, og verða að undri, verða að heimsku, verða að
vitleysu, verða gagnstæðileg efalausu lýritti (= vitnisburði)
mannlegs hjarta, nema hún sé tekin beint eftir biblíunni,
sem brot gegn Guði og fall mannsins. (1877).
Skilnaður rikis og kirkju.
Húðstrokur presta, lýsing á ólifnaði þeirra, fáfræði, svefni,
ónytjungsskap o. s. frv. tek eg mér alls eigi nærri. Um þörf
á að fœkka þeim, eða gagn af því, er eg á tveim áttum, en
ætla þó meiri nauðsyn til að bœta þá, og að kristnum lýð
sómdi best að leita til þess hollra bragða. En skilnaður rik-
is og kirkju ætla eg að sé í sjálfu sér óvit og óráð, þótt það
geti orðið nauðsynlegt á sínum tíma.
Hið besta, hið réttasta, hið eðlilegasta, hið tilætlaða af
Drottni bygg eg án efa það vera, að kristin þjóðstjórn hafi
og haldi og taki á sína þjóðmenningarskrá kristindóminn sem
„hið fullkomna lögmál frelsisins", er meiru varðar að innræta
hjörtum þegnanna en alt annað til löghlýðni og þjóðþrifa, til
sannra framfara og stöðugrar blessunar. Kristindómurinn
skal vera „súrdeigið", er sýrir deigið eftir samlíking Krists.
Þar sem eg ætti að ráða brauðgerðinni (:o vera fyrir), þar
vildi eg með engu móti missa þess súrdeigs. Hugsjón ríkis-
ins er í minum augum skemd og svívirt, ef forstöðuvald rík-
isins lætur sig það engu skifta, sem áreiðlegast er til að bæta
og prýða, blessa og göfga alt líf félagslimanna, hið innra og
ytra.------
Um prestastéttina sem stétt og um laun hennar — henn-
ar sjálfrar vegna — veit Guð að mér er eigi hót ant. En
um kristindóminn er mér af öllu hjarta ant. Eg er viss um
að hann er kraftur Guðs eigi að eins til sáluhjólpar annars
heirns, heldur og til heimilissælu, sveitasælu og þjóðsælu i
þessum heimi. Fyrir því vildi eg biðja hvern þjóðskörung og
þingskörung að gæta sín vel, hvað hann leggur til um með-
ferð kristilegrar kirkju í landi feðra vorra. (1879).
Þörf góðra presta.
Þá skal eg eigi heldur stökkva upp við það, sem þú þyk-