Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Page 1

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Page 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ HÁLFSMÁNAÐARRIT FYEIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1914 Reykjavik, 1. ágúst 15. blað fjuðshugmgnd jjesú. Synóduserindi síra Sigurðar P. Sívertsen. Umræðuefni mitt er guðshugmynd Jesú og gæti eg hugs- að mér, að sumum ]>ætti það óþarft efni til umtals á presta- stefnu vorri, þar eð þar geti ekki verið um ólíkar skoðanir að ræða, og prestar vorir þekki of vel kenningu Jesú um guð- dóminn til þess að það efni þurfi að taka fram til nýrrar yfir- vegunar. En ef vér förum til reynslunnar, munum vér fljótt sann- færast um, að hér sé um efni að ræða, er ekki sé óþarft að rannsaka sem ítarlegast. Því reynslan sýnir, að kristnir menn á ýmsum tímum hafa gjört sér allólíkar hugmyndir um guð- dóminn, og reynslan kennir oss einnig að þetta sama eigi sér enn stað á vorum dögum. Slíkt hefir aftur á móti hinar víðtækustu afleiðingar fyrir guðssamfélag kristinna manna, fyrir kristilega kenningu og kristilegt siðgæðislíf. Því á guðshugmyndinni byggjum vér í rauninni allar trúar og siðgæðisskoðanir vorar. Guðshugmynd vor hlýtur eðlilega að móta trúarlíf vort og trúarskoðanir út i ystu æsar og hafa víðtæk áhrif á siðgæðishugmyndir vorar. En ólík guðshugmynd kristinna manna bendir til annars af tvennu: Annaðhvort til þess, að allir byggi ekki guðshug- mynd sína á kenningu Jesú einni, eða til hins, að allir skilji ekki kenningu Jesú þessu viðvíkjandi á sama hátt. Hvorttveggja hefir átt sér stað og hvorttveggja getur enn átt sér stað. Kristnir menn hafa þráfaldlega blandað gyðing- legum skoðunum inn í guðshugmynd sína, af því að þeir hafa ekki lagt aðaláhersluna á kenningu Jesú sjálfs um guð-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.