Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Side 4
172
NÝTT KTRKJtJBLAÐ
un, að guð haíi afskifti af smáu sem stóru. Guð lætur sól sína
renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rang-
láta (Matt. 5, 45). Hann fæðir hrafnana, skrýðir grasið á vell-
inum; og ekki fellur einn spörr til jarðar án vilja hans (Lúk.
12, 24—30; Mt. 6, 26—32). Þarfir mannanna þekkir hann,
og Jesú kemst svo að orði, er hann vill lýsa afskiftum guðs,
einnig af því, er ætla mætti, að hann síst léti sig varða:
„Meira að segja, jafnvel hárin á höfði yðar hafa öll verið tal-
in“ eða „eru öll talin“, eins og Matteusarguðspjall orðar þau
ummæli (Matt. 10, 29; Lúk. 12, 60). Hvernig er unt að leggja
mönnum betur á hjarta, að guðdómurinn sé ekki köld og hlut-
laus hugmynd, heldur lifandi vald, er hafi hin nánustu afskifti
af lífi manna, en með þessum umgetnu orðum, er standa í
hinni svonefndu Ræðuheimild Matt. og Lúk.-guðspj.?
En í Jóh.guðspj. standa einnig eftirtektaverð orð, er lýsa
þessum sömu nánu afskiftum guðs af heiminum. Það eru
orð Jesú, þegar honum er álasað fyrir, að hann læknaði sjúk-
an mann á hvíldardegi. Þá segir hann um guð: „Faðir
minn starfar alt til þessali (5, 17). Hann er ekki hinn fjar-
Iægi guð, sem lætur heiminn og mannlífið afskiftalaust, held-
ur er hann sístarfandi með visku sinni og kærleika.
Alt líf Jesú sjálfs, eigi síður en kenning hans, ber vott
um þessa vitund hans og sannfæringu um nálægð guðs og
lifandi og sistarfandi afskifti af öllu mannlífinu og heiminum
í heild sinni.
II. Þá kem eg að öðru aðalatriði, sem einkennir guðs-
hugmynd Jesú. Það er áherslan sem hann leggur á það, að
insta cðli guðs sé kærlcikur. Kærleikurinn er frumeigin-
Ieiki guðs, samkvæmt kenningu Jesú, en ekki réttlæti hans,
eins og gyðingdómurinn hélt fram.
Þessvegna er föðurnafnið það heiti, sem Jesús langoft-
ast notar um guð, og jafnframt það heitið, sem langbest ein-
kennir guðshugmynd hans.
Konungsnafnið á guði, sem var vanalegasta heitið i gyð-
ingdóminum, notar Jesús örsjaldan (Matt. 5, 35; 18,23; 22,2).
En um guð segir hann ýmist: Faðirinn, abba faðir, faðir
minn, minn himneski faðir, faðir vor, faðir yðar, faðir yðar í
himnunum, yðar himneski faðir.
Nafnið faðir á guðdóminum var að vísu áður þekt, ekki