Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Side 12

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Side 12
180 NÝTT KIRKJUBLAÐ kærleikur er takmörkum bundinn. Aðeins guð er algjör í kærleikanum. Guð er líka nefndur góður. Það er í frásögunni um manninn, sem kom hlaupandi til Jesú og spurði: „Góði meist- ari, hvað á eg að gjöra, til þess að eg erfi eilíft Iíf“ (Mark. 10. 17 nn; Lúk. 18, 18 nn; Matt. 19, 16 n). En Jesús sagði við hann: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður, nema einn, það er guðu. Þungamiðja þessa samtals liggur í merkingu orðsins góður. Spyrjandinn hafði notað orðið sem virðingarávarp. En Jesás sýnir honum fram á dýpstu merkingu þessa orðs. Góður er enginn í dýpstu merkingu orðsins meðan hann enn getur þroskast. Mannlegur þroskaferill stefn- ir að þvi að ná því takmarki, að verða fullkomlega góður. En í algjörri merkingu, í þeirri merkingu, að um engan þroska geti verið að ræða, getur orðið aðeins átt við um guð. Allir aðrir verða góðir að sama skapi, sem þeir verða guði sið- ferðilega líkir. Guð einn er algjörlega góður, hin eilíílega fullkomna siðgæðisvera. Af þessu sjáum vér, hve háleit guðshugmynd Jesú var. Jesús hefir ekki aðeins hugsað sér guð sem kærleika; hann hefir reynslu fyrir því, að hann sé það. Þessvegna er hinn kærleiksríki faðir, sem Jesús boðaði, svo hátt hafinn yf- ir þann guð, sem Gyðingar þektu eða hinir heiðnu heimspek- ingar hugsuðu sér. Þessvegna er guðshugmynd Jesú ný og liátt hafin yfir guðshugmynd samtíðarinnar. Þótt nafnið fað- ir væri áður þekt um guð og þótt hugsunin um náð guðs og kærleika væri áður þekt, þá verður þetta ekki lifandi einkunn guðs fyr en Jesús kennir oss að þekkja guð sem föðurinn, er breiðir faðm sinn á móti öllum. Vér skiljum því vel, að kenning þessi hlaut að vekja mikla eftirtekt og hafa víðtæk áhrif á samtíðarmenn hans. Annarsvegar vakti hún megna mótstöðu hjá fræði- mönnunum, ekki sízl þar eð Jesús lifði sjálfur fyllilega sam- kvæmt þessari kenningu sinni í umgengni við tollheimtumenn og hersynduga. En hinsvegar var kenning þessi sannur fagnaðarboð- skapur fyrir marga, einkum þó þá, er síst höfðu vænt sér rnjskunnar guðs, Það sjáum vér hæði á frásögu Mark. (2, 15)

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.