Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 14
m
heimsrásina með kraftaverkum, en sé annars fyrir utan
heiminn?
Eða kenning álgyðistrúarinnar um guð sem ópersónu-
lega stærð?
Séum vór sannfærðir um, að Jesús hafi flutt oss boð-
skapinn um föðurlegt kærleikseðli guðdómsins, um takmarka-
lausan kærleika hans til allra manna, og ef vér í alvöru trú-
um á guð sem slíkan, þá liggur líka í hlutarins eðli, að vér
hljótum að hafna hverri þeirri kenningu, sem byggir á öðr-
um og ólíkum guðstrúargrundvelli.
Jafnvel þótt einhver höfundur N. T. hugsi sem Gyðing-
ur og haldi einhverju fram, sem vér erum sannfærðir um að
ekki getur samrímst kenningu Jesú, þá ættum vér ekki að
vera í neinum vafa um, hverjum beri að fylgja.
Og hið sama á auðvitað við um hverja þá nýrri kenn-
ingu, sem ósamrímanleg er guðshugmynd Jesú.
En um fram alt ber oss að stefna að því, að gjöra
fagnaðarboðskap Jesú lifandi og ávaxtasaman í lífi voru og
annara, munandi eftir þessari áminningu Jesú : „ Verið þér
því fullkomnir, eins ogyðar himneski faðir er fullkominn11.
NÝTT KIRNJGBLAÍ)
fundargjörð.
Árið 1914 var fundur í félagi pre3ta í hiuu forna Hólastifti
settur á Akureyri mánudaginn 29. júní. Byrjaði fundurinn með
guðsþjónustugjörð í Akureyrarkirkju og prédikaði sira Björn Jóns-
son á Miklabæ, út af Matt. 11. 25- 30. Þar á eftir komu prest-
arnir saman í fundarsal bæjarstjórnarinnar og þar var fundurinn
haldinn.
Þessir voru mættir á fundinum:
Úr Suður-Þingeyjarprófastsdæmi:
Síra Ásmundur Gíslason, prófastur.
— Árni Jóhannesson.
— Björn Björnsson.
— Helgi Pétur Hjálmarsson.
Úr Eyjafjarðarprófastsdæmi og af Akureyri.
Síra Geir Sæmundsson, vígslubiskup og prófastur.
— Þorsteinn Briem.
— Theodór Jónsson.