Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Síða 16
164
NÝTT KEREJUBLAí)
þörf dýraverndunaríélaga. Sérstaklega blöskraði fundarmönnum
lýsingin á hinni miskunarlausu fuglaveiði með „bandingjum“ við
Drangey á Skagafirði og létu í ljósi eindregna ósk í þá átt, að
sú veiðiaðferð legðist sem allra fyrst niður.
2. llvaÖ leggjum vér í framtíðarsjóð æskulýðs vors?
Um þetta efni flutti síra Þorsteinn Briem erindi það, erhann
hafði áður flutt á héraðsfundi Eyjafjarðarprófastsdæmis.
Venjulega væri talið, að hið hið besta, sem börnum væri
veitt í arf, væri mentun og bókleg þekking. Þetta væri að visu
mikilvægt, en annað væri þó enn meira áríðandi, en það væri að
beina viljalifi og tilfinningalífi barnanna og unglinganna í rétta
átt og hafa sem mest og best áhrif í þessa átt. Og besta ráðið
til þessa væri að innræta börnunum sannan og lifandi kristindóm
og koma þeim í bænasamband við hinn algóða föður. Kenslu-
aðferðin og kenslubækur í kristindómi þyrfti að vera sem bestar
og hentugastar, fermingarundirbúningur meiri en nú er alment.
Æskilegast væri, að sem víðast kæmist á barnaguðsþjónustur, eða
að minsta kosti kristilegt viðtal við börn og unglinga eftir messu
á sunnudögum. Benti ræðumaður á fyrirkomulag á barnaguðs-
þjónustum og ýmsar aðferðir presta í viðtali við börn. Nefndi
hann og nokkrar útlendar bækur, sem mjög hentugar væri til
stuðnings í þessu efni svo og biblíumyndir. En aðalbókin við
alla kristindómsfræðslu barna og unglinga er þó og verður biblían
sjálf. Talaði ræðumaður og um kristil. ungmennafélagsskap og
fermingarafmæli.
Grundvöllurinn undir gæfu og farsæld framtiðarkynslóðarinn-
ar er trúin, — hrein og sönn kristin trú. — Það er stofnféð, sem
bestan ávöxtinn ber og gripið verður til í framtíðinni. Ekkert
betra getum vór lagt í framtiðarsjóð æskulýðs vors.
Miklar umræður urðu um þetta mál og voru ræðumenn að
mestu samþykkir skoðunum málshefjanda. Yfirleitt snerust um-
ræðurnar mest að kristiudómsfræðslu barua og fræðslulögunum.
Að enduðum umræðum bar málshefjandi fram svo hljóðandi tillögu:
Fundurinn skorar á Alþingi, að breyta frœðslulögunum frá
1907 á þá leið, að prestur eigi sæti i fræðslu- og skólanefndum í
prestakalli hans. Og ef að atkvæði verða jöfn, þá ráði atkvæði þess
hlutans, sem presturinn fylgir.
Fundurinn samþykti þessa tillögu í einu hljóði og ákvað að
senda biskupi landsins tillöguna til bestu aðgerða. [Niðurl.]
Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
F élagsprentsmiðj an.