Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.11.2009, Qupperneq 8
8 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR Velferðarvaktin stendur fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 8.30–10.00 Skuldavandi heimilanna - Opnun fundar Stella K. Víðisdóttir, fulltrúi í stýrihópi velferðarvaktar félags- og tryggingamálaráðuneytisins - Aðgerðir stjórnvalda við skuldavanda heimilanna – kynning á úrræðum Kristrún Heimisdóttir, lögfræðilegur ráðgjafi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu - Greiðslujöfnun verðtryggðra og gengistryggðra lána Sigurður Kristjánsson, forstöðumaður lánadeildar hjá Nýja Kaupþingi banka - Samræmdar verklagsreglur Íbúðalánasjóðs, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um sértæka skuldaaðlögun Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Íbúðalánasjóðs - Sýn Hagsmunasamtaka heimilanna Friðrik Ó. Friðriksson, formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna - Samantekt fundarstjóra og fyrirspurnir Fundarstjóri: Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. SJÁVARÚTVEGSMÁL Útflutnings- fyrirtækið Triton stendur fyrir söluátaki á grásleppu í Kína. Liður í því er þátttaka fyrirtæk- isins í stærstu sjávarútvegs- sýningu Asíu sem haldin er í Qingdao í Kína. Í fyrrasumar flutti fyrirtæk- ið út sjötíu tonn af frosinni grá- sleppu en aðeins hrogn fisksins eru nýtt hérlendis. Þrjú þúsund tonnum af grásleppu er hent á ári hverju hérlendis þrátt fyrir að um gott hráefni sé að ræða. Að sjávarútvegssýningunni lokinni kynnir fyrirtækið afurð- ir á þremur völdum hótelum í Shanghaí. Þar verður boðið upp á ýmsa rétti úr íslenskri grásleppu og fleiri íslenskum sjávar afurðum, til dæmis niður- soðinni þorsklifur. - shá Útflutningur til Asíu: Grásleppa boðin til kaups í Kína HROGNATAKA Íslendingar nýta hrognin en henda þrjú þúsund tonnum af fiski. 1 Nylon-stúlkur ætla að flytja til útlanda. Hvert? 2 Merkra tímamóta er minnst í Þýskalandi í dag. Hverra? 3 Hvað heitir nýútkomin ævi- saga séra Hjálmars Jónssonar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 BANDARÍKIN, AP Heilbrigðisfrum- varpið sem neðri deild Bandaríkja- þings samþykkti seint á laugar- dag er eitt flóknasta frumvarp sem nokkru sinni hefur komið til afgreiðslu þingsins. Frumvarpið var samþykkt með 220 atkvæðum gegn 215. Einungis einn repúblikani studdi frumvarpið, en 39 demókratar voru á móti. Öldungadeildin á enn eftir að afgreiða frumvarpið, og þarf sextíu atkvæði af hundrað til þess að stöðva málþóf um frum- varpið. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagðist sannfærður um að öldungadeildin muni samþykkja frumvarpið þegar það komi til kasta hennar. „Ég hlakka til að undirrita lögin fyrir árslok,“ sagði hann. Verði frumvarpið að lögum fá 36 milljónir Bandaríkjamanna heilbrigðistryggingar í viðbót við þá, sem fyrir eru tryggðir. Þar með á að vera tryggt að 96 pró- sent Bandaríkjamanna njóti heil- brigðistrygginga. Aðrir eiga auk þess kost á aðstoð frá ríkinu til að kaupa sér tryggingar á lágu verði. Talið er að nærri fimmtíu millj- ónir Bandaríkjamanna séu nú án heilbrigðistrygginga. Ákvæði frumvarpsins taka þó ekki öll gildi fyrr en árið 2013. Demókratar náðu auk þess engan veginn fram öllum þeim breyting- um, sem þeir höfðu vonast til. Meðal annars þurftu þeir að fall- ast á breytingartillögu, sem bann- ar öll ríkisútgjöld vegna fóstur- eyðinga, að öðrum kosti hefði frumvarpið ekki náð meirihluta. Frumvarp öldungadeildarinnar verður ekki samhljóða frumvarpi fulltrúadeildarinnar, þannig að eftir afgreiðslu öldungadeildar þarf nefnd skipuð fulltrúum beggja deilda að samræma frum- vörpin og leggja samræmdu útgáf- una síðan fyrir báðar deildirnar til endanlegrar samþykktar. Þar með yrði einu helsta bar- áttumáli demókrata undanfarna áratugi náð að mestu, þótt ekki hafi allt náðst fram sem að var stefnt. Breytingarnar á heilbrigðis- tryggingakerfi Bandaríkjanna nú yrðu þær mestu sem gerðar hafa verið síðan 1964. Repúblikanar voru þó margir hverjir engan veginn kátir með niðurstöðuna: „Heilbrigðiskerfið verður yfirtekið af ríkinu hrað- ar en hönd á festir, mér býður við þessu,“ sagði Candice Miller og bætti því við að demókratar væru staðráðnir í að samþykkja frum- varp sem yki atvinnuleysi og fjár- lagahalla og leiddi til hærri skatta. gudsteinn@frettabladid.is Fórnuðu fóstureyðingum til að ná fram nýju frumvarpi Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti á laugardag langþráðar umbætur í heilbrigðismálum. Obama Bandaríkjaforseti kveðst hlakka til að skrifa undir lögin. Öldungadeildin á þó eftir að afgreiða frumvarpið. SÆTUR SIGUR Leiðtogar demókrata í fulltrúadeildinni héldu blaðamannafund eftir að frumvarpið var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Ein aðaltekjulind björg- unarsveitanna, flugeldasalan, brást í fyrra samkvæmt Kristni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Kristinn segir að í ár sé búið að laga vöruúrvalið að ástandi, fara vel ofan í rekstur inn og skera allan óþarfa í burtu. „Útkoman í fyrra var ekki beysin þar sem við urðum að borga mjög hátt verð fyrir vöruna vegna stöðu krónunnar þannig að við gerðum ekk- ert meira en að borga reikn- ingana og búið. Það var enginn hagnaður þannig að þetta er ekki búið að vera létt,“ segir Kristinn. „Við erum búin að fara vel ofan í reksturinn, taka allan óþarfa í burtu og leggja áherslu á nýja þætti í vöru úrvalinu, þessa milli- stóru hluti sem við reiknum með að almenningur muni frekar kaupa en flytjum ekki inn risa- terturnar sem hafa verið mikið keyptar síðustu árin.“ Síðustu áramót varð mikill afgangur af stærri flugeldunum eins og tertunum en þess í stað urðu sölustaðir uppiskroppa með millistórar vörur. „Við erum því ekki aðeins að flytja inn meira af millistóru flugeldunum heldur bættum við líka effektana á þeim, með meiri litadýrð. Þannig fá nú allir nýjan Gunnar og nýja Bergþóru en við erum með fjór- tán nýjar tegundir af millistóru rakettunum. Eins eru þessir millistóru fjölskyldupakkar veg- legri en áður hefur verið. Við vonumst til að þetta takist í ár með dyggri hjálp almennings.“ - jma Breytingar hjá Landsbjörg vegna lélegrar afkomu af flugeldasölu í fyrra: Risatertunum skipt út fyrir litríkari rakettur í millistærð MIKIÐ ÚRVAL AF MILLISTÓRUM RAKETTUM Í ÁR Risaterturnar sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu árin seldust lítið sem ekkert í fyrra. Vöruúrvalið er því afar breytt í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FRAKKLAND, AP Skilnaðarhátíð var haldin í París í gær í fyrsta sinn, en reiknað er með að hún verði árviss viðburður. Þetta er eins konar vörusýn- ing, eða þjónustusýning, þar sem sextíu fyrirtæki og einstakling- ar kynna þjónustu sína fyrir fólk sem stendur í skilnaði. Nærri annað hvert hjónaband í Frakklandi endar með skilnaði. Á síðasta ári voru 130 þúsund skilnaðir skráðir í bækur hins opinbera, sem er töluvert meira en fyrir þremur áratugum þegar fimmtíu þúsund hjón skildu að skiptum í Frakklandi á ári hverju. - gb Hjónaskilnuðum fjölgar: Skilnaðarhátíð haldin í París REYKJAVÍKURBORG Mannréttinda- ráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóða- hús á næsta ári um þjónustu við innflytjendur. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Borgar- ráð á eftir að taka afstöðu til til- lögunnar. Ráðið byggir mat sitt á úttekt á innflytjendaþjónustu. Meðal þess sem í henni kemur fram er að Alþjóðahús þykir ekki hafa sinnt sex til sextán ára innflytjendum. Þá hafi fyrirhuguð verkefni og námskeið á vegum Alþjóðahúss verið felld niður. Margrét Steinarsdóttir, fram- kvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss, heyrði fyrst af ályktun Mannréttindaráðs í frétt- um helgarinnar. „Ég get ekki lagt mat á tillögur Mannréttindaráðs fyrr en ég hef séð þau gögn sem búa að baki. En hver sem niður- staðan verður er mikilvægast að innflytjendum verði tryggð áfram sú þjónusta sem Alþjóða- húsið hefur sinnt; lögfræðiráð- gjöf, almenn ráðgjöf og upplýs- ingagjöf.“ Innan Alþjóðahúss eru starfandi þrjú aðskilin fyrirtæki; túlkaþjón- usta, íslenskukennsla og Alþjóða- húsið ehf. Einungis Alþjóðahúsið ehf. er háð þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. - hhs Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar gerir úttekt á þjónustu við innflytjendur: Vilja ekki samning við Alþjóðahús ALÞJÓÐAHÚSIÐ Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill ekki að borgarráð semji við Alþjóðahús á næsta ári um þjónustu við íbúa borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.