Fréttablaðið - 09.11.2009, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 9. nóvember 2009 13
JAFNRÉTTISMÁL Félag um foreldra-
jafnrétti skorar á ríkisstjórn
Íslands að taka á jafnrétti for-
eldra til að umgangast börn sín.
Í tilkynningu frá félaginu
kemur meðal annars fram að
móðir verði í 95 prósentum til-
vika með lögheimili og öll helstu
réttindi barna við skilnað for-
eldra. Í raun sé jafnrétti kynj-
anna í málaflokki forsjár- og
umgengnismála ekki viðurkennt
á Íslandi.
Félagið gagnrýnir einnig emb-
ætti umboðsmanns barna og segir
það ekkert hafa gert til að leið-
rétta mannréttindabrot á börnum
í forsjár- og umgengnismálum.
Félag um foreldrajafnrétti:
Vilja jafnan rétt
til umgengni
ALÞJÓÐAMÁL „Ég man hverja
einustu mínútu kvöldið sem
múrinn féll. Ég þurfti eins
og aðrir að klípa mig í hand-
legginn til að trúa að þetta
væri að gerast. Ég myndi
hins vegar ekki vilja skipta
á neinum happdrættisvinn-
ingi og því að hafa verið við-
staddur,“ segir Ágúst Þór
Árnason, doktor í réttar-
heimspeki og kennari við
Háskólann á Akureyri.
Ágúst Þór flytur erindi á vegum Samtaka
um vestræna samvinnu og alþjóðamál (SVS) og
Varðbergs í Norræna húsinu í dag. Erindið ber
yfirskriftina „Múrbrot horfinnar hugmynda-
fræði – 20 ár frá falli Berlínarmúrsins“.
„Ég reyni í erindi mínu að tengja heims-
viðburð við eigin upplifun en segja má að fall
múrsins sé einhver merkilegasti stjórnmála-
viðburður seinni tíma. Bæði var þetta upp-
haf endaloka austur-evrópsks kommúnisma
og byrjun þeirrar hnattvæðingar sem hefur
verið á mikilli siglingu síðustu árin. Hins
vegar var erfitt að útskýra múrinn fyrir fólki
sem ekki þekkti til fyrir 20 árum og í dag er
það enn erfiðara. Þessi atburðarás – að menn
skyldu byggja múr utan um milljónaborg í
miðri Evrópu – er auðvitað svo ótrúleg.“
Fundurinn hefst klukkan 12. Björn Bjarna-
son, formaður SVS, flytur einnig erindi á
fundinum. Fundarstjóri verður Stefán Einar
Stefánsson, formaður Varðbergs. Áhugafólk
um öryggis-, varnar og alþjóðamál er hvatt til
að sækja fundinn. - jma
Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál og Varðberg efna til fundar um Berlínarmúrinn:
Erum aldrei búin undir viðburði sem þessa
HORFINN HEIMUR Erindi um Berlínarmúrinn og
hugmyndafræði Austur-Evrópu verður flutt í Norræna
húsinu í dag.
ÁGÚST ÞÓR
ÁRNASON
LÖGREGLUMÁL Tvítugur ökumaður
endaði ökuferð utan vegar við
Norðausturveg í Öxarfirði á ell-
efta tímanum á laugardagskvöld.
Ökumaðurinn hafði virt að vettugi
stöðvunarmerki lögreglunnar á
Húsavík sem var við hefðbundið
eftirlit. Þess í stað jók ökumaður
hraðann og ók bíl sínum á allt að
170 kílómetra hraða á flóttanum.
Hann reyndist talsvert ölvaður
og var sviptur ökuréttindum á
staðnum.
Þá var bíll í Námaskarði
austan Mývatns síðdegis á laugar-
dag. Ekki urðu alvarleg slys á
fólki. Slysið er rakið til hálku á
veginum. - jma
Á 170 kílómetra hraða:
Ölvaður endaði
utan vegar
ÞINGVELLIR Lögreglan á Selfossi
hafði afskipti af tveimur rjúpna-
skyttum sem voru á veiðum innan
Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Skot-
vopn þeirra og fengur, átta rjúpur,
voru gerð upptæk.
Veiðar eru stranglega bannað-
ar innan þjóðgarðsins en menn-
irnir sögðust ekki hafa gert sér
grein fyrir að þeir væru staddir
innan garðsins. Lögreglan taldi að
skytturnar ættu að gera sér það
ljóst þar sem bíl þeirra var lagt við
Botnssúlur sem tilheyrir þjóðgarð-
inum. Mennirnir fá sekt og geta
hugsanlega misst skotleyfin. - jma
Vopn og fengur gerð upptæk:
Skutu rjúpur í
þjóðgarðinum
ÞRÓUNARAÐSTOÐ Karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands, lýsti yfir
áhyggjum með niðurskurð í þróun-
araðstoð frá Íslendingum á Kirkju-
þingi á laugar-
dag. Framlögin
hafa verið skor-
in niður um
fjórðung.
„Okkur er
mikilvægt að
muna að þróun-
araðstoð er sam-
starfsverkefni.
Ekki ölmusa
sem hinn ríki
hendir í þann fátæka, heldur sam-
starf,“ sagði biskup í ræðu sinni.
Hann sagði Ísland enn vellauðuga
þjóð sem gæti hjálpað fátækari
ríkjum sem byggju við mikla og
langvarandi fátækt. Þjóðin hefði
undanfarið reynt að reka af sér
slyðruorð hvað þátttöku í þróunar-
hjálp varðar. - jma
Framlög til þróunaraðstoðar:
Biskup lýsir yfir
áhyggjum
RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ HAFIÐ Lögregl-
an á Selfossi hefur haft afskipti af tólf
rjúpnaskyttum frá því að veiðitímabilið
hófst um síðustu helgi.
KARL
SIGURBJÖRNSSON