Fréttablaðið - 09.11.2009, Page 15

Fréttablaðið - 09.11.2009, Page 15
MÁNUDAGUR 9. nóvember 2009 15 UMRÆÐAN Kristján Sturluson og Atli Viðar Thorstensen Í apríl 2008 gaf Flóttamanna-stofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrslu þar sem lýst var mikl- um áhyggjum af stöðu hælismála í Grikklandi. Í skýrslunni var þeim tilmælum beint til þátttökuríkja í Dublin-samstarfinu að endursenda ekki hælisleitendur til Grikklands þar til sýnt hefði verið fram á að landið stæðist alþjóðlegar og evr- ópskar kröfur varðandi málsmeð- ferð hælisumsókna og aðgengi að henni, aðbúnað hælisleitenda og áfrýjunarmöguleika. Ríki sem taka þátt í Dublin-sam- starfinu hafa þrátt fyrir þessi til- mæli Flóttamannastofnunar og fjölmargra annarra aðila almennt haldið áfram að senda hælisleit- endur til Grikklands á grundvelli samstarfsins Dómsmálaráðuneytið vann skýrslu um aðstæður hælisleit- enda í Grikklandi sem kom út í júní 2009. Þar sagði að út frá gögn- um, einkum skýrslu Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindafulltrúa Evrópu- ráðsins, væri ljóst að alvarlegir annmarkar væru á meðferð hælis- umsókna í Grikklandi og á aðstæð- um hælisleitenda þar í landi. Hins vegar var í skýrslunni bent á að ljóst væri að ýmsar breytingar til batnaðar hefðu orðið frá því að skýrsla Flóttamannastofnunar kom út í apríl 2008. Einnig var vísað til framkvæmdar á hinum Norðurlöndunum og nýlegs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Þó var í skýrslunni tekið fram að nauðsynlegt væri að skoða hvert tilvik fyrir sig og ef sú skoðun leiddi í ljós að varhugavert þætti að endursenda hælisleitenda til Grikklands væri lagt til að Ísland tæki umsókn viðkomandi til efnis- meðferðar og bæri þar með ábyrgð á hælisumsókninni. Í kjölfar skýrslunnar ítrekaði Rauði kross Íslands tilmæli sín til íslenskra stjórnvalda um að farið yrði að tilmælum Flóttamanna- stofnunar. Íslensk stjórnvöld hófu aftur að senda hælisleitendur til Grikk- lands um miðjan október þegar þrír hælisleitendur voru fluttir þangað á grundvelli Dublin-sam- starfsins. Það er almennt viðurkennt að Dublin-reglugerðin hafi ekki náð þeim tilgangi sínum að dreifa álagi eða jafna sameiginlega ábyrgð aðildarríkja hennar á hælisumsóknum. Afleiðingarnar eru að ríki sem mynda ytri landa- mæri ESB, samanber Grikkland, taka á móti miklum fjölda hælis- leitenda en hafa ekki haft burði til að tryggja réttláta málsmeðferð og viðunandi aðbúnað þeirra. Afstaða Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur ekki breyst. Stofnunin leggst enn gegn endursendingum til Grikklands og það sama hafa fjölmörg mannrétt- inda- og mannúðarsamtök gert. Álit þessara aðila er samhljóða og er því haldið fram að málsmeð- ferð hælisumsókna og aðbúnaður hælisleitenda standist enn ekki alþjóðlegar og evrópskar kröfur. Í ágúst 2009 birtu Rauði kross- inn og Caritas í Austurríki niður- stöður vettvangsferðar til Grikk- lands. Þar kom fram að verulegir annmarkar væru enn á málsmeð- ferð og aðbúnaði hælisleitenda í Grikklandi. Málsmeðferðin þykir bæði mjög löng og hefur einkennst af óvönduðum ákvörðunum. Þrátt fyrir að til Grikklands leiti fjöldi flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum er hlutfall þeirra sem fá viðurkenningu á stöðu sinni á fyrsta málsmeðferðarstigi mjög lágt, aðeins um 0,05% á árinu 2008. Á áfrýjunarstigi höfðu jákvæðar breytingar átt sér stað og hlutfall jákvæðra úrskurða hækkað úr 2% árið 2007 í 11% árið 2008. Í júlí var þetta áfrýjunarstig hins vegar lagt niður sem vakti hörð viðbrögð Flóttamannastofn- unar og mannréttindasamtaka. Í nýlegri skýrslu norskra og grískra mannréttindasamtaka er því haldið fram að ástandið í Grikklandi hafi versnað. Sérstak- lega er nefnt að það að afnema sérstaka áfrýjunarnefnd, þar sem meðal annars fulltrúi Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna átti sæti, hafi líklega þær afleiðingar að margir hælisleitend- ur muni ekki fá réttláta efnislega meðferð hælisumsóknar sinnar. Það áfrýjunarstig sem kemur í staðinn getur aðeins staðfest eða ógilt ákvarðanir sem teknar eru á fyrsta stigi þar sem nánast allir hælisleitendur fá neitun. Kæru- meðferðin geti að auki tekið mörg ár og verið mjög kostnaðarsöm. Þá hafa mannréttindasamtök fullyrt að nýlegar breytingar þýði að staðan í Grikklandi sé orðin slík að evrópsk ríki geti ekki staðið við eigin mannréttindaskuldbinding- ar ef þau sendi hælisleitendur til Grikklands. Ótryggt sé að Grikk- land áframsendi ekki hælisleit- endur til landa þar sem lífi þeirra og velferð sé hætta búin. Sé það raunin brjóti þátttökuríki Dublin- samstarfsins gegn grundvallar- reglunni um bann við endursend- ingu til ríkis þar sem útlendingi er alvarleg hætta búin. Þessa reglu má finna í flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna, Mannrétt- indasáttmála Evrópu og flestum landslögum, þar á meðal íslensku útlendingalögunum. Rauði kross Íslands hefur ítrekað beint þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að senda ekki hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dublin-samstarfs- ins þar til sýnt hafi verið fram á að bæði aðbúnaður og málsmeð- ferð hælisleitenda standist í raun alþjóðlegar kröfur. Rauði krossinn telur, sem meðal annars er byggt á gögnum sem hér hafa verið nefnd, ljóst að slíkir gallar séu á gríska hæliskerfinu að íslensk stjórn- völd eigi að svo stöddu að nýta sér undanþáguheimild í Dublin-reglu- gerðinni og taka hælis umsókn til efnismeðferðar hérlendis í stað þess að endursenda til Grikk- lands. Kristján Sturluson er fram- kvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Atli Viðar Thorstensen er verkefnisstjóri Rauða kross Íslands. Hælisleitendur og endursendingar til Grikklands Það er almennt viðurkennt að Dublin-reglugerðin hafi ekki náð þeim tilgangi sínum að dreifa álagi eða jafna sam- eiginlega ábyrgð aðildarríkja hennar á hælisumsóknum. KRISTJÁN STURLUSON ATLI VIÐAR THORSTENSEN Vesturvör 30c | 200 Kópavogur | S: 575 1500 | www.kvikkfix.is FYRIR BÍLINN OG ÞIG Viltu hafa það notalegt á meðan bíllinn er smurður, skipt um dekk, settur í nýr rafgeymir, perur, rúðuþurrkur eða bremsuklossar? Hefurðu verið að fresta því að láta þjónusta bílinn af því að það er svo dýrt að þér finnst þú varla geta það? Langar þig að láta koma fram við þig eins og manneskju? Er bíllinn sem átti að auðvelda þér lífið orðinn að hlekkjum endalausra „ósanngjarnra“ útgjalda? Við bjóðum þér að koma við í KvikkFix og móta nýja framtíð með okkur þar sem sanngirni, gagnkvæm virðing og lægra verð eru leiðarljósið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.